Innlent

Bendi á annan stað fyrir Sierra

Svarta Keilan Metin á 25 milljónir af Listasafni Reykjavíkur.
Svarta Keilan Metin á 25 milljónir af Listasafni Reykjavíkur.
Fulltrúar í skipulagsráði Reykjavíkur hafa frestað ákvörðun um staðsetningu listaverksins Svörtu keilunnar sem menningarráð borgarinnar vill að verði til frambúðar á Austurvelli. Eins og komið hefur fram vill höfundur Svörtu keilunnar, Spánverjinn Santiago Sierra, gefa borginni verkið með því skilyrði að það verði á Austurvelli. Svörtu keilunni er ætlað að vera minnisvarði um borgaralega óhlýðni. Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, vill að verkið sé þegið og það haft á Austurvelli. Alþingi leggst gegn því og skipulagsráð vill að Hafþór stingi upp á öðrum staðsetningum. - gar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×