Tónlist

Sigur Rós tilbúin með aðra plötu

sigur rós Hljómsveitin er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, þegar tilbúin með aðra plötu.
sigur rós Hljómsveitin er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, þegar tilbúin með aðra plötu.
Hljómsveitin Sigur Rós er með aðra plötu í undirbúningi sem mun fylgja eftir Valtara sem kemur út 28. maí.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þessi óvænta plata þegar tilbúin og lítur hún dagsins ljós á næsta ári. Hún mun vera gjörólík hinni rólegu og innhverfu Valtara. Svo virðist því sem tíminn sem hefur liðið síðan Með suð í eyrunum við spilum endalaust kom út 2008 hafi haft sérlega góð áhrif á sköpunargáfu Sigur Rósar.

Hljómsveitin er þessa dagana stödd í Bretlandi þar sem hún kynnir Valtara fyrir þarlendum fjölmiðlum. Sveitin spilar á fjölda tónlistarhátíða víða um heim í sumar. Þar fyrir utan spilar hún á níu tónleikum ein á báti og er uppselt á alla nema eina.

Sigur Rós byrjar tónleikaferðalag sitt í Fíladelfíu í Bandaríkjunum 30. júlí. Eftir tveggja vikna spilamennsku vestanhafs er förinni heitið á japönsku hátíðina Summer Sonic. Að henni lokinni tekur við ferðalag um Evrópu. Ekkert hefur verið ákveðið um tónleika hér landi. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×