Bara Ástþór og Þóra búin að safna nógu 11. apríl 2012 08:00 Bessastaðir Forsetabústaðurinn er umsetinn þessi dægrin. Sex manns vilja búa þar og starfa næstu fjögur árin. Þóra Arnórsdóttir og Ástþór Magnússon eru einu forsetaframbjóðendurnir sem þegar hafa safnað þeim lágmarksfjölda meðmælenda sem þarf til að framboðið teljist gilt. Hinir eru mislangt komnir með söfnunina og sumir ekki einu sinni byrjaðir. Þóra lýsti því yfir á laugardaginn að hún hefði náð tilskildu marki í öllum landsfjórðungum. Þá voru þrír dagar síðan hún tilkynnti um framboð sitt. Áður en listunum er skilað til innanríkisráðuneytisins, sem þarf að gerast í síðasta lagi 25. maí, þarf að láta yfirkjörstjórnir á hverjum stað votta að þeir sem ritað hafa nafn sitt á listann séu kosningabærir. Fréttablaðið hafði samband við aðra sem lýst hafa yfir framboði til að grennslast fyrir um hvar undirskriftasöfnunin stæði. „Ég held að ég sé örugglega kominn með lágmarksfjöldann," segir Ástþór, sem er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetakosningum. Hann ætli þó að safna nokkrum til viðbótar til öryggis og listunum verði skilað fljótlega. „Sjálfboðaliðar allt í kringum landið eru að safna og eftir því sem ég best veit gengur það bara mjög vel," segir Guðný Lilja Oddsdóttir, sem starfar fyrir framboð Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors. Söfnuninni sé þó ekki lokið en markmiðið sé að ljúka henni í apríl. Jón Lárusson, lögreglumaður á Selfossi, segir söfnun sína ganga ágætlega. „Þetta er ekki komið en það styttist í það, geri ég mér vonir um." Hann segir að sér hafi eðlilega gengið best á Suðurlandi en hitt sé í vinnslu. „Fólk virðist vera með missterkar maskínur á bak við sig," segir hann. Ólafía B. Rafnsdóttir, sem starfar fyrir framboð Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, segir söfnunina þetta árið verða með svipuðu sniði og í hin skiptin þegar Ólafur hefur verið í framboði. Söfnunin gangi þó vel og standi yfir um land allt. „Ég gef mér svona þrjár til fjórar vikur í að klára þetta," segir hún. Sjötti frambjóðandinn, Hannes Bjarnason úr Skagafirði, hefur greint frá því í fjölmiðlum að hann komi til landsins frá Noregi í lok mánaðar og hefji meðmælasöfnun sína þá. stigur@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir og Ástþór Magnússon eru einu forsetaframbjóðendurnir sem þegar hafa safnað þeim lágmarksfjölda meðmælenda sem þarf til að framboðið teljist gilt. Hinir eru mislangt komnir með söfnunina og sumir ekki einu sinni byrjaðir. Þóra lýsti því yfir á laugardaginn að hún hefði náð tilskildu marki í öllum landsfjórðungum. Þá voru þrír dagar síðan hún tilkynnti um framboð sitt. Áður en listunum er skilað til innanríkisráðuneytisins, sem þarf að gerast í síðasta lagi 25. maí, þarf að láta yfirkjörstjórnir á hverjum stað votta að þeir sem ritað hafa nafn sitt á listann séu kosningabærir. Fréttablaðið hafði samband við aðra sem lýst hafa yfir framboði til að grennslast fyrir um hvar undirskriftasöfnunin stæði. „Ég held að ég sé örugglega kominn með lágmarksfjöldann," segir Ástþór, sem er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetakosningum. Hann ætli þó að safna nokkrum til viðbótar til öryggis og listunum verði skilað fljótlega. „Sjálfboðaliðar allt í kringum landið eru að safna og eftir því sem ég best veit gengur það bara mjög vel," segir Guðný Lilja Oddsdóttir, sem starfar fyrir framboð Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors. Söfnuninni sé þó ekki lokið en markmiðið sé að ljúka henni í apríl. Jón Lárusson, lögreglumaður á Selfossi, segir söfnun sína ganga ágætlega. „Þetta er ekki komið en það styttist í það, geri ég mér vonir um." Hann segir að sér hafi eðlilega gengið best á Suðurlandi en hitt sé í vinnslu. „Fólk virðist vera með missterkar maskínur á bak við sig," segir hann. Ólafía B. Rafnsdóttir, sem starfar fyrir framboð Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, segir söfnunina þetta árið verða með svipuðu sniði og í hin skiptin þegar Ólafur hefur verið í framboði. Söfnunin gangi þó vel og standi yfir um land allt. „Ég gef mér svona þrjár til fjórar vikur í að klára þetta," segir hún. Sjötti frambjóðandinn, Hannes Bjarnason úr Skagafirði, hefur greint frá því í fjölmiðlum að hann komi til landsins frá Noregi í lok mánaðar og hefji meðmælasöfnun sína þá. stigur@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira