Klúbbar kæra nýjan golfvöll í Grímsnesi 16. mars 2012 06:30 Áætlað er að um 170 milljónir króna kosti að ljúka gerð vallarins á Minni-Borg sem hannaður er af Edwin Roald golfvallahönnuði. Sérkenni á vellinum verður meðal annars að í stað sands verður rauðamöl í glompum. Mynd/Edwin Roald Golfklúbbar kæra Grímsnes- og Grafningshrepp til innanríkisráðuneytisins vegna byggingar sveitarfélagsins á golfvelli við Minni-Borg. Oddvitinn segir engan hafa einkarétt á golfvöllum. Sveitarfélagið muni ekki sjálft reka völlinn. Golfklúbbur Öndverðarness og Golfklúbbur Kiðjabergs krefjast þess að innanríkisráðuneytið ógildi ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps um byggingu 18 holu golfvallar í landi Minni-Borgar. „Það virðist vera einlægur vilji sveitarstjórnar að í sveitarfélaginu verði í framtíðinni einn golfvöllur, golfvöllur sveitarfélagsins, byggður og rekinn fyrir skattfé íbúanna og sumarhúsaeigenda. Innanríkisráðuneytinu ber að koma í veg fyrir slíkt enda framkvæmdin andstæð lögum,“ segir Hjörleifur Kvaran, lögmaður golfklúbbanna tveggja, í stjórnsýslukæru. Ráðuneytið hafnar kröfum klúbbanna um að það mæli fyrir um að framkvæmdum sé frestað þar til úrskurður þess liggur fyrir. Gunnar Þorgeirsson, oddviti sveitarfélagsins, bendir á að engar athugasemdir hafi verið gerðar þegar deiliskipulag fyrir golfvöllinn var samþykkt fyrir um tíu árum. Þá var það reyndar Golfborgir ehf. sem hugðist standa að byggingu vallarins og hóf framkvæmdir. Félagið fór í þrot og sveitarfélagið keypti landið af Sparisjóðabankanum fyrir 55 milljónir króna. „Þarna hefur verið opið framkvæmdasvæði sem valdið hefur talsverðu moldroki og leiðindum. Við sjáum fyrir okkur að loka þessu en erum ekki að fara að reka golfvöll,“ segir oddvitinn og hafnar því að sveitarfélagið megi ekki koma að uppbyggingu vallarins. „Ég vissi ekki að það væru einkaleyfi á uppbyggingu golfvalla á Íslandi,“ segir Gunnar. „Sveitarfélög byggja upp íþróttavelli, knattspyrnuvelli og körfuboltavelli og væntanlega flokkast golf undir íþrótt þannig að ég átta mig nú alls ekki á þessum málflutningi.“ Grímsnes- og Grafningshreppur hefur þegar undirritað viljayfirlýsingu um leigu á golfvellinum við félag sem þar hyggst reisa og reka eitt hundrað herbergja hótel. Jóhann Friðbjörnsson, formaður Golfklúbbs Kiðjabergs, segist telja viljayfirlýsinguna yfirvarp sveitarstjórnarinnar vegna kærunnar. Sveitarstjórnin muni alla tíð koma að rekstrinum á einn og eða annan hátt. „Nú er ljóst að að fjárfesta þarf í tækjum til að slá og hirða það svæði sem tilbúið verður í vor. Má þá segja að sveitarfélagið sé komið í rekstur á svæðinu um leið og sú vinna hefst. Höfum heyrt að þeir séu nú þegar búnir að fjárfesta í einum vinnubíl og að fleiri tæki séu á leiðinni. Verða þessi tæki trúlega skráð á áhaldahús sveitarfélagsins svo kostnaður við kaup leggist ekki völlinn og rekstur við hann,“ segir Jóhann.gar@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Golfklúbbar kæra Grímsnes- og Grafningshrepp til innanríkisráðuneytisins vegna byggingar sveitarfélagsins á golfvelli við Minni-Borg. Oddvitinn segir engan hafa einkarétt á golfvöllum. Sveitarfélagið muni ekki sjálft reka völlinn. Golfklúbbur Öndverðarness og Golfklúbbur Kiðjabergs krefjast þess að innanríkisráðuneytið ógildi ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps um byggingu 18 holu golfvallar í landi Minni-Borgar. „Það virðist vera einlægur vilji sveitarstjórnar að í sveitarfélaginu verði í framtíðinni einn golfvöllur, golfvöllur sveitarfélagsins, byggður og rekinn fyrir skattfé íbúanna og sumarhúsaeigenda. Innanríkisráðuneytinu ber að koma í veg fyrir slíkt enda framkvæmdin andstæð lögum,“ segir Hjörleifur Kvaran, lögmaður golfklúbbanna tveggja, í stjórnsýslukæru. Ráðuneytið hafnar kröfum klúbbanna um að það mæli fyrir um að framkvæmdum sé frestað þar til úrskurður þess liggur fyrir. Gunnar Þorgeirsson, oddviti sveitarfélagsins, bendir á að engar athugasemdir hafi verið gerðar þegar deiliskipulag fyrir golfvöllinn var samþykkt fyrir um tíu árum. Þá var það reyndar Golfborgir ehf. sem hugðist standa að byggingu vallarins og hóf framkvæmdir. Félagið fór í þrot og sveitarfélagið keypti landið af Sparisjóðabankanum fyrir 55 milljónir króna. „Þarna hefur verið opið framkvæmdasvæði sem valdið hefur talsverðu moldroki og leiðindum. Við sjáum fyrir okkur að loka þessu en erum ekki að fara að reka golfvöll,“ segir oddvitinn og hafnar því að sveitarfélagið megi ekki koma að uppbyggingu vallarins. „Ég vissi ekki að það væru einkaleyfi á uppbyggingu golfvalla á Íslandi,“ segir Gunnar. „Sveitarfélög byggja upp íþróttavelli, knattspyrnuvelli og körfuboltavelli og væntanlega flokkast golf undir íþrótt þannig að ég átta mig nú alls ekki á þessum málflutningi.“ Grímsnes- og Grafningshreppur hefur þegar undirritað viljayfirlýsingu um leigu á golfvellinum við félag sem þar hyggst reisa og reka eitt hundrað herbergja hótel. Jóhann Friðbjörnsson, formaður Golfklúbbs Kiðjabergs, segist telja viljayfirlýsinguna yfirvarp sveitarstjórnarinnar vegna kærunnar. Sveitarstjórnin muni alla tíð koma að rekstrinum á einn og eða annan hátt. „Nú er ljóst að að fjárfesta þarf í tækjum til að slá og hirða það svæði sem tilbúið verður í vor. Má þá segja að sveitarfélagið sé komið í rekstur á svæðinu um leið og sú vinna hefst. Höfum heyrt að þeir séu nú þegar búnir að fjárfesta í einum vinnubíl og að fleiri tæki séu á leiðinni. Verða þessi tæki trúlega skráð á áhaldahús sveitarfélagsins svo kostnaður við kaup leggist ekki völlinn og rekstur við hann,“ segir Jóhann.gar@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira