Fjölbreytt samstarf um Norðurslóðamál 8. mars 2012 10:00 Össur og Alain Juppé ræddu í gær hvernig mætti binda enda á fjöldamorð Sýrlandsstjórnar gegn þegnum sínum og koma á friði í landinu. mynd/franska sendiráðið Össur Skarphéðinsson og Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakka, urðu ásáttir um víðtækt samstarf á sviði heimskautamálefna á fundi sínum í gær. Evrópa, aðildarviðræður að ESB og gjaldmiðlamál voru þungamiðja viðræðnanna. Fjölbreytt samstarf Frakklands og Íslands um málefni Norðurslóða og heimskautanna er í deiglunni eftir fund Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með starfsbróður sínum, Alain Juppé, í gær. Evrópumál í víðu samhengi voru þó efst á baugi. Juppé undrast hugmyndir hér á landi um upptöku annarrar myntar en evrunnar. Juppé segir Íslendinga eiga stuðning Frakka vísan í viðræðum um erfiða þætti aðildarviðræðna okkar að ESB. „Við urðum ásáttir um að gera samkomulag um samstarf þjóðanna um heimskautamálefni,“ segir Össur í viðtali við Fréttablaðið í gærdag. Og mikið stendur til. Frakkar bjóða íslenskum vísindamönnum aðstöðu í rannsóknarstöðvum sínum á Svalbarða og Suðurskautslandinu og senda sína sérfræðinga til starfa við norðurslóðarannsóknir á Akureyri. Vilji er fyrir að koma á aukinni samvinnu milli Háskólans á Akureyri og hinnar virtu Pierre og Marie Curie vísindastofnunar í París. Íslendingum verður sérstaklega boðin þátttaka í stóru verkefni um efnahagsleg og félagsleg áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Þá ætli löndin að halda sameiginlega ráðstefnu á vettvangi OECD um norðurslóðamál. „Þetta allt fellur undir þá stefnu okkar að ná tvíhliða samstarfi, með raunhæfum verkefnum, við sem flestar þjóðir á þessu sviði,“ segir Össur, sem fundaði einnig með Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakka og nú sendiherra um málefni heimskautanna. Varðandi aðildarviðræðurnar að ESB lagði Össur áherslu á að þeim yrði hraðað og að efnislegar viðræður myndu hefjast sem fyrst, sérstaklega um sjávarútvegsmál. „Juppé sagðist hafa fullan skilning á þessari afstöðu okkar og sagði Íslendinga ekki þurfa að óttast annað en fullan stuðning Frakka,“ segir Össur og bætti við að áhugaverð umræða hafi spunnist um gjaldmiðlamál á fundinum. Hann gerði grein fyrir ókostum gjaldeyrishafta og lýsti þeirri skoðun sinni að án þess að taka upp aðra mynt gæti reynst erfitt að afnema þau. Juppé þekkti stöðuna hér vel og lýsti undrun sinni á vangaveltum um upptöku Kanadadollars. „Hann taldi að í okkar stöðu, og þá vegna mikilla viðskipta við ESB, væri evran eini raunhæfi kosturinn til að taka upp aðra mynt á Íslandi.“ Juppé vék að erfiðleikum á evrusvæðinu og aðgerðum til að hindra að þeir endurtækju sig. „Hann sagði reyndar að hann væri bjartsýnn og fullviss um að evran kæmi sterkari út úr brimskaflinum, en hún var áður,“ segir Össur. svavar@frettabladid.is Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Össur Skarphéðinsson og Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakka, urðu ásáttir um víðtækt samstarf á sviði heimskautamálefna á fundi sínum í gær. Evrópa, aðildarviðræður að ESB og gjaldmiðlamál voru þungamiðja viðræðnanna. Fjölbreytt samstarf Frakklands og Íslands um málefni Norðurslóða og heimskautanna er í deiglunni eftir fund Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með starfsbróður sínum, Alain Juppé, í gær. Evrópumál í víðu samhengi voru þó efst á baugi. Juppé undrast hugmyndir hér á landi um upptöku annarrar myntar en evrunnar. Juppé segir Íslendinga eiga stuðning Frakka vísan í viðræðum um erfiða þætti aðildarviðræðna okkar að ESB. „Við urðum ásáttir um að gera samkomulag um samstarf þjóðanna um heimskautamálefni,“ segir Össur í viðtali við Fréttablaðið í gærdag. Og mikið stendur til. Frakkar bjóða íslenskum vísindamönnum aðstöðu í rannsóknarstöðvum sínum á Svalbarða og Suðurskautslandinu og senda sína sérfræðinga til starfa við norðurslóðarannsóknir á Akureyri. Vilji er fyrir að koma á aukinni samvinnu milli Háskólans á Akureyri og hinnar virtu Pierre og Marie Curie vísindastofnunar í París. Íslendingum verður sérstaklega boðin þátttaka í stóru verkefni um efnahagsleg og félagsleg áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Þá ætli löndin að halda sameiginlega ráðstefnu á vettvangi OECD um norðurslóðamál. „Þetta allt fellur undir þá stefnu okkar að ná tvíhliða samstarfi, með raunhæfum verkefnum, við sem flestar þjóðir á þessu sviði,“ segir Össur, sem fundaði einnig með Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakka og nú sendiherra um málefni heimskautanna. Varðandi aðildarviðræðurnar að ESB lagði Össur áherslu á að þeim yrði hraðað og að efnislegar viðræður myndu hefjast sem fyrst, sérstaklega um sjávarútvegsmál. „Juppé sagðist hafa fullan skilning á þessari afstöðu okkar og sagði Íslendinga ekki þurfa að óttast annað en fullan stuðning Frakka,“ segir Össur og bætti við að áhugaverð umræða hafi spunnist um gjaldmiðlamál á fundinum. Hann gerði grein fyrir ókostum gjaldeyrishafta og lýsti þeirri skoðun sinni að án þess að taka upp aðra mynt gæti reynst erfitt að afnema þau. Juppé þekkti stöðuna hér vel og lýsti undrun sinni á vangaveltum um upptöku Kanadadollars. „Hann taldi að í okkar stöðu, og þá vegna mikilla viðskipta við ESB, væri evran eini raunhæfi kosturinn til að taka upp aðra mynt á Íslandi.“ Juppé vék að erfiðleikum á evrusvæðinu og aðgerðum til að hindra að þeir endurtækju sig. „Hann sagði reyndar að hann væri bjartsýnn og fullviss um að evran kæmi sterkari út úr brimskaflinum, en hún var áður,“ segir Össur. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira