Innlent

Telur að þyngja eigi refsinguna

Helgi Magnús Gunnarsson
Helgi Magnús Gunnarsson
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í skattahluta Baugsmálsins til Hæstaréttar. Hann krefst þyngri refsingar yfir ákærðu í þeim ákæruliðum þar sem sakfellt var, og þess að Hæstiréttur snúi dómi héraðsdóms í þeim ákæruliðum þar sem sýknað var.

„Héraðsdómur sakfelldi fyrir verulegan hluta af því sem var ákært fyrir, en við teljum að það eigi að þyngja refsinguna,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari.

Þrír sakborningar í málinu voru í desember sakfelldir fyrir skattalagabrot. Það voru þau Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður Baugs Group, Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Gaums, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs.

Þó að héraðsdómur hafi sakfellt þremenningana fyrir skattalagabrot var þeim ekki gerð refsing haldi þeir skilorð í eitt ár. Ástæðan er sú að dómurinn taldi drátt sem varð á rannsókn málsins brot á stjórnarskrárvörðum réttindum sakborninga og ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×