Innlent

Hlé á vinnslu nýtt til fræðslu

Þeir sem sækja námskeiðin fá kennslu á íslensku eða ensku. Myndin er tekin á námskeiði árið 2009.
mynd/hb grandi
Þeir sem sækja námskeiðin fá kennslu á íslensku eða ensku. Myndin er tekin á námskeiði árið 2009. mynd/hb grandi
HB Grandi nýtir vinnsluhlé yfir hátíðirnar til námskeiðahalds fyrir starfsfólk í landvinnslu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur haft þennan háttinn á síðustu ár og að þessu sinni tóku 25 nýir starfsmenn í fiskiðjuverinu á Norðurgarði í Reykjavík þátt í „starfsfræðslunámskeiði fiskvinnslunnar“ en slík námskeið hafa verið haldin allt frá árinu 1986.

Að sögn Bergs Einarssonar, gæðastjóra HB Granda, fór námskeiðið fram á íslensku og ensku en auk starfsfræðslunámskeiðanna hafi allir starfsmenn í frystihúsunum, 170 að tölu, farið á skyndihjálparnámskeið í ár. Þeir hafi sömuleiðis allir farið á námskeið á vegum Matvælaskóla Sýnis um meðhöndlun, hreinlæti og umgengni matvæla á árinu.

„Þá má nefna að flestir stjórnendur og lykilstarfsmenn HB Granda fóru á stjórnendanámskeið hjá Dale Carnegie í ár og alls tóku 52 starfsmenn þátt í því námskeiði. Mat okkar er að þetta muni skila okkur betri stjórnendum, öflugari einstaklingum og gera okkur hæfari til að vinna saman í framtíðinni,“ segir Bergur Einarsson í frétt á heimasíðu fyrirtækisins.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×