Innlent

Áfrýja málinu gegn Einari til Hæstaréttar

Einar "Boom" Marteinsson sat í gæsluvarðhaldi í hálft ár vegna málsins. Hann var sýknaður í héraðsdómi.
Einar "Boom" Marteinsson sat í gæsluvarðhaldi í hálft ár vegna málsins. Hann var sýknaður í héraðsdómi.
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir einstaklingum tengdum Vítisenglum til Hæstaréttar en áfrýjunarfrestur í málinu rann út í gær. Fjórir voru dæmdir fyrir að ráðast á konu í Hafnarfirði í desember síðastliðnum og hlutu þeir tveggja og hálfs árs til fjögurra og hálfs árs fangelsis dóma.

Tveir voru sýknaðir þar á meðal Einar Marteinsson, fyrrum forseti Vítisengla á Íslandi, en hann var ákærður fyrir að hafa skipulagt árásina. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað báðum sýknudómunum en hin fjögur sem voru dæmd hafa sjálf áfrýjað til Hæstaréttar.

Hann sat í gæsluvarðhaldi í sex mánuði vegna málsins. Verjandi Einars sagði eftir að dómur var kveðinn upp 20. júní síðastliðinn að líklegt væri að hann höfði skaðabótamál vegna gæsluvarðhaldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×