Sakar ríkisstjórnina um að stunda blekkingarleik með fjárlögin Höskuldur Kári Schram skrifar 19. júlí 2012 18:45 Formaður Framsóknarflokks sakar ríkisstjórnina um að stunda blekkingarleik með fjárlögin. Sífellt sé verið að vísa í árangur af aukinni hagræðingu og niðurskurði en raunveruleikinn sé hins vegar allt annar. Halli ríkissjóðs á síðasta ári var tvöfalt meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjármálaráðuneytið birti í gær uppgjör á ríkisreikningi fyrir síðasta ár. Fjárlagahallinn nam tæpum níutíu milljörðum króna sem fjörutíu og þremur milljörðum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. En hvað skýrir að mestu þennan aukna halla? Tuttugu milljarða fara í Spkef. Tólf milljarðar vegna tapreksturs hjá byggðastofnun og nýsköpunarstjóði. Lífeyrisskuldbindingar taka fimm milljarða og svo fara fimm milljarðar í skattkröfur sem þarf að afskrifa . Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir að þetta sé annað árið í röð sem halli fjárlaga sé meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Forsætisráðherra vísaði í stefnuræðu sinni í niðurstöðu fjárlaga 2011 miðað við fjárlagafrumvarpið, en svo sjáum við núna að hallinn er í rauninni hátt í þrefalt meiri," segir Sigmundir. „En ég held hins vegar að hættan sé sú að þetta verði svona áfram vegna þess að menn sjá sér hag í því að leggja fram fjárlög sem standast ekki endanlega til að geta vísað í þau sem dæmi um árangur." Menn hafa lýst því yfir og fagnað að það hafi náðst ákveðin viðsnúningur í ríkisfjármálum. Sýnir þetta ekki að menn voru kannski aðeins of fljótir á sér? „Nei, það er ekki þannig," segir Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra. „Á undanförnum árum hefur okkur borist stórir reikningar vegna hrunsins, vonandi er reikningurinn vegna SpKef sá síðasti." Ráðherra segir að útgjöldin ríkisins hafi dregist saman um átta prósent að raunverði og því hafi náðst sá árangur sem stefnt var að í aðhaldi ríkisfjármála Hvernig munum við mæta þessum kostnaði? „Nú við tökum auðvitað lán varðandi SpKef þannig að vaxtakostnaðurinn mun flytjast yfir á næstu ár vegna þessara aðgerða en öðru leyti er þetta einskiptis aðgerð." Vaxtakostnaður vegna Spkef nemur fimm milljörðum króna. Ráðherra segir að þessi halli muni ekki þýða hækkun skatta og meiri niðurskurð á næsta ári. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Formaður Framsóknarflokks sakar ríkisstjórnina um að stunda blekkingarleik með fjárlögin. Sífellt sé verið að vísa í árangur af aukinni hagræðingu og niðurskurði en raunveruleikinn sé hins vegar allt annar. Halli ríkissjóðs á síðasta ári var tvöfalt meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjármálaráðuneytið birti í gær uppgjör á ríkisreikningi fyrir síðasta ár. Fjárlagahallinn nam tæpum níutíu milljörðum króna sem fjörutíu og þremur milljörðum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. En hvað skýrir að mestu þennan aukna halla? Tuttugu milljarða fara í Spkef. Tólf milljarðar vegna tapreksturs hjá byggðastofnun og nýsköpunarstjóði. Lífeyrisskuldbindingar taka fimm milljarða og svo fara fimm milljarðar í skattkröfur sem þarf að afskrifa . Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir að þetta sé annað árið í röð sem halli fjárlaga sé meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Forsætisráðherra vísaði í stefnuræðu sinni í niðurstöðu fjárlaga 2011 miðað við fjárlagafrumvarpið, en svo sjáum við núna að hallinn er í rauninni hátt í þrefalt meiri," segir Sigmundir. „En ég held hins vegar að hættan sé sú að þetta verði svona áfram vegna þess að menn sjá sér hag í því að leggja fram fjárlög sem standast ekki endanlega til að geta vísað í þau sem dæmi um árangur." Menn hafa lýst því yfir og fagnað að það hafi náðst ákveðin viðsnúningur í ríkisfjármálum. Sýnir þetta ekki að menn voru kannski aðeins of fljótir á sér? „Nei, það er ekki þannig," segir Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra. „Á undanförnum árum hefur okkur borist stórir reikningar vegna hrunsins, vonandi er reikningurinn vegna SpKef sá síðasti." Ráðherra segir að útgjöldin ríkisins hafi dregist saman um átta prósent að raunverði og því hafi náðst sá árangur sem stefnt var að í aðhaldi ríkisfjármála Hvernig munum við mæta þessum kostnaði? „Nú við tökum auðvitað lán varðandi SpKef þannig að vaxtakostnaðurinn mun flytjast yfir á næstu ár vegna þessara aðgerða en öðru leyti er þetta einskiptis aðgerð." Vaxtakostnaður vegna Spkef nemur fimm milljörðum króna. Ráðherra segir að þessi halli muni ekki þýða hækkun skatta og meiri niðurskurð á næsta ári.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira