Sakar ríkisstjórnina um að stunda blekkingarleik með fjárlögin Höskuldur Kári Schram skrifar 19. júlí 2012 18:45 Formaður Framsóknarflokks sakar ríkisstjórnina um að stunda blekkingarleik með fjárlögin. Sífellt sé verið að vísa í árangur af aukinni hagræðingu og niðurskurði en raunveruleikinn sé hins vegar allt annar. Halli ríkissjóðs á síðasta ári var tvöfalt meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjármálaráðuneytið birti í gær uppgjör á ríkisreikningi fyrir síðasta ár. Fjárlagahallinn nam tæpum níutíu milljörðum króna sem fjörutíu og þremur milljörðum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. En hvað skýrir að mestu þennan aukna halla? Tuttugu milljarða fara í Spkef. Tólf milljarðar vegna tapreksturs hjá byggðastofnun og nýsköpunarstjóði. Lífeyrisskuldbindingar taka fimm milljarða og svo fara fimm milljarðar í skattkröfur sem þarf að afskrifa . Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir að þetta sé annað árið í röð sem halli fjárlaga sé meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Forsætisráðherra vísaði í stefnuræðu sinni í niðurstöðu fjárlaga 2011 miðað við fjárlagafrumvarpið, en svo sjáum við núna að hallinn er í rauninni hátt í þrefalt meiri," segir Sigmundir. „En ég held hins vegar að hættan sé sú að þetta verði svona áfram vegna þess að menn sjá sér hag í því að leggja fram fjárlög sem standast ekki endanlega til að geta vísað í þau sem dæmi um árangur." Menn hafa lýst því yfir og fagnað að það hafi náðst ákveðin viðsnúningur í ríkisfjármálum. Sýnir þetta ekki að menn voru kannski aðeins of fljótir á sér? „Nei, það er ekki þannig," segir Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra. „Á undanförnum árum hefur okkur borist stórir reikningar vegna hrunsins, vonandi er reikningurinn vegna SpKef sá síðasti." Ráðherra segir að útgjöldin ríkisins hafi dregist saman um átta prósent að raunverði og því hafi náðst sá árangur sem stefnt var að í aðhaldi ríkisfjármála Hvernig munum við mæta þessum kostnaði? „Nú við tökum auðvitað lán varðandi SpKef þannig að vaxtakostnaðurinn mun flytjast yfir á næstu ár vegna þessara aðgerða en öðru leyti er þetta einskiptis aðgerð." Vaxtakostnaður vegna Spkef nemur fimm milljörðum króna. Ráðherra segir að þessi halli muni ekki þýða hækkun skatta og meiri niðurskurð á næsta ári. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Sjá meira
Formaður Framsóknarflokks sakar ríkisstjórnina um að stunda blekkingarleik með fjárlögin. Sífellt sé verið að vísa í árangur af aukinni hagræðingu og niðurskurði en raunveruleikinn sé hins vegar allt annar. Halli ríkissjóðs á síðasta ári var tvöfalt meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjármálaráðuneytið birti í gær uppgjör á ríkisreikningi fyrir síðasta ár. Fjárlagahallinn nam tæpum níutíu milljörðum króna sem fjörutíu og þremur milljörðum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. En hvað skýrir að mestu þennan aukna halla? Tuttugu milljarða fara í Spkef. Tólf milljarðar vegna tapreksturs hjá byggðastofnun og nýsköpunarstjóði. Lífeyrisskuldbindingar taka fimm milljarða og svo fara fimm milljarðar í skattkröfur sem þarf að afskrifa . Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir að þetta sé annað árið í röð sem halli fjárlaga sé meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Forsætisráðherra vísaði í stefnuræðu sinni í niðurstöðu fjárlaga 2011 miðað við fjárlagafrumvarpið, en svo sjáum við núna að hallinn er í rauninni hátt í þrefalt meiri," segir Sigmundir. „En ég held hins vegar að hættan sé sú að þetta verði svona áfram vegna þess að menn sjá sér hag í því að leggja fram fjárlög sem standast ekki endanlega til að geta vísað í þau sem dæmi um árangur." Menn hafa lýst því yfir og fagnað að það hafi náðst ákveðin viðsnúningur í ríkisfjármálum. Sýnir þetta ekki að menn voru kannski aðeins of fljótir á sér? „Nei, það er ekki þannig," segir Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra. „Á undanförnum árum hefur okkur borist stórir reikningar vegna hrunsins, vonandi er reikningurinn vegna SpKef sá síðasti." Ráðherra segir að útgjöldin ríkisins hafi dregist saman um átta prósent að raunverði og því hafi náðst sá árangur sem stefnt var að í aðhaldi ríkisfjármála Hvernig munum við mæta þessum kostnaði? „Nú við tökum auðvitað lán varðandi SpKef þannig að vaxtakostnaðurinn mun flytjast yfir á næstu ár vegna þessara aðgerða en öðru leyti er þetta einskiptis aðgerð." Vaxtakostnaður vegna Spkef nemur fimm milljörðum króna. Ráðherra segir að þessi halli muni ekki þýða hækkun skatta og meiri niðurskurð á næsta ári.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Sjá meira