Erlent

Fundu 10.000 ára gamlan bústað í Skotlandi

Fornleifafræðingar í Skotlandi hafa fundið það sem talið er elsti bústaður manna í landinu. Bústaður þessi, sem fannst í South Queensferry, er talinn vera um 10.000 ára gamall eða frá Mesolitich tímabilinu.

Bústaðurinn er um sjö metra langur og í honum hafa fundist tinnusteinar og örvaroddar. Bústaðurinn hefur verið reistur skömmu eftir að síðustu ísöldinni lauk í Evrópu og fólk tók að nema land á norðanverðum Bretlandseyjum.

Fornleifafræðingar segja að um einstakan fund sé að ræða sem varpi ljósi á líf þessara fyrstu íbúa Skotlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×