Kynlífsvandi - 3 mínútur og búið! Sigga Dögg skrifar 15. nóvember 2012 08:45 Myndir/Cover media Ég er sautján ára gutti og á við smá vandamál að stríða (að mér finnst). Eins og flestir á þessum aldri er ég byrjaður að sofa hjá en vandamálið er að ég fæ það svo alltof, alltof fljótt! Það er bara í svona þrjár mínútur og mér finnst það bara allt of stutt! Ég var þess vegna að velta því fyrir mér hvort þú gætir gefið mér einhver góð ráð? Svar Siggu Daggar kynlífsfræðings Fréttablaðins: Mér þykir það óendanlega áhugavert hversu mikið karlmenn eiga það til að spá í endingu. Ég fæ þessa spurningu gjarnan frá jafnöldrum þínum svo ekki hafa miklar áhyggjur, þú ert ekki aleinn í heiminum, það eru margir að pæla í þessu.Skrifast á kynfræðsluna Ætli það megi ekki skrifast á kynfræðsluna (eins og svo margt annað) enda ómögulegt að sjá út frá bíómyndum hversu lengi samfarir standa og fáir sem tala af hreinskilni um endingu. Bara eitt áður en við höldum lengra; í kynlífi þýðir lengri ending ekki endilega betri gæði. Annað sem gleymist stundum er hvar kynlífið byrjar og hvar það endar. Kynlíf er meira en bara inn-út og þá má alveg vera heillengi í sleik og að putta, runka, sleikja og sjúga. Oftar en ekki er mikil áhersla lögð á þetta inn-út og það látið skilgreina gæði kynlífisins þegar það er minnsti hlutinn af því.Forleikur mikilvægur Forleikur er kjörinn tími til að fá sína fyrstu fullnægingu. Svo má hvíla sig aðeins og byrja aftur eða jafnvel láta keleríið nægja, það getur verið jafn fullnægjandi fyrir báða aðila. Fæstar konur fá fullnægingu í beinum samförum án beinnar örvunar sníps svo ef þú ert að stunda kynlíf með konu þá er gott að gefa henni nægt kelerí fyrir samfarir og í samförum.Hægðu á þér Spurningin um að endast lengur er spurning um æfingu og að fara sér hægt. Ef þú finnur að þú ert að fara að fá fullnægingu, hægðu þá á þér, jafnvel taktu hann út og farðu að kela við bólfélagann. Endingin byggist svo smám saman upp en það er gott að hafa í huga að samfarir endast sjaldnast lengur en 10 mínútur, hafðu það endilega á bak við eyrað á meðan.Sinntu bólfélaganum Passaðu að sinna bólfélaganum í forleiknum og á meðan samförum stendur og ekki gleyma að tala saman. Finnið út hvað hentar ykkur og ef báðir aðilar óska eftir lengri endingu í samförum þá getið þið þjálfað það í sameiningu.Hægt er að senda Siggu fyrirspurn: kynlif@frettabladid.is. Sigga Dögg Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Ég er sautján ára gutti og á við smá vandamál að stríða (að mér finnst). Eins og flestir á þessum aldri er ég byrjaður að sofa hjá en vandamálið er að ég fæ það svo alltof, alltof fljótt! Það er bara í svona þrjár mínútur og mér finnst það bara allt of stutt! Ég var þess vegna að velta því fyrir mér hvort þú gætir gefið mér einhver góð ráð? Svar Siggu Daggar kynlífsfræðings Fréttablaðins: Mér þykir það óendanlega áhugavert hversu mikið karlmenn eiga það til að spá í endingu. Ég fæ þessa spurningu gjarnan frá jafnöldrum þínum svo ekki hafa miklar áhyggjur, þú ert ekki aleinn í heiminum, það eru margir að pæla í þessu.Skrifast á kynfræðsluna Ætli það megi ekki skrifast á kynfræðsluna (eins og svo margt annað) enda ómögulegt að sjá út frá bíómyndum hversu lengi samfarir standa og fáir sem tala af hreinskilni um endingu. Bara eitt áður en við höldum lengra; í kynlífi þýðir lengri ending ekki endilega betri gæði. Annað sem gleymist stundum er hvar kynlífið byrjar og hvar það endar. Kynlíf er meira en bara inn-út og þá má alveg vera heillengi í sleik og að putta, runka, sleikja og sjúga. Oftar en ekki er mikil áhersla lögð á þetta inn-út og það látið skilgreina gæði kynlífisins þegar það er minnsti hlutinn af því.Forleikur mikilvægur Forleikur er kjörinn tími til að fá sína fyrstu fullnægingu. Svo má hvíla sig aðeins og byrja aftur eða jafnvel láta keleríið nægja, það getur verið jafn fullnægjandi fyrir báða aðila. Fæstar konur fá fullnægingu í beinum samförum án beinnar örvunar sníps svo ef þú ert að stunda kynlíf með konu þá er gott að gefa henni nægt kelerí fyrir samfarir og í samförum.Hægðu á þér Spurningin um að endast lengur er spurning um æfingu og að fara sér hægt. Ef þú finnur að þú ert að fara að fá fullnægingu, hægðu þá á þér, jafnvel taktu hann út og farðu að kela við bólfélagann. Endingin byggist svo smám saman upp en það er gott að hafa í huga að samfarir endast sjaldnast lengur en 10 mínútur, hafðu það endilega á bak við eyrað á meðan.Sinntu bólfélaganum Passaðu að sinna bólfélaganum í forleiknum og á meðan samförum stendur og ekki gleyma að tala saman. Finnið út hvað hentar ykkur og ef báðir aðilar óska eftir lengri endingu í samförum þá getið þið þjálfað það í sameiningu.Hægt er að senda Siggu fyrirspurn: kynlif@frettabladid.is.
Sigga Dögg Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira