Kynlífsvandi - 3 mínútur og búið! Sigga Dögg skrifar 15. nóvember 2012 08:45 Myndir/Cover media Ég er sautján ára gutti og á við smá vandamál að stríða (að mér finnst). Eins og flestir á þessum aldri er ég byrjaður að sofa hjá en vandamálið er að ég fæ það svo alltof, alltof fljótt! Það er bara í svona þrjár mínútur og mér finnst það bara allt of stutt! Ég var þess vegna að velta því fyrir mér hvort þú gætir gefið mér einhver góð ráð? Svar Siggu Daggar kynlífsfræðings Fréttablaðins: Mér þykir það óendanlega áhugavert hversu mikið karlmenn eiga það til að spá í endingu. Ég fæ þessa spurningu gjarnan frá jafnöldrum þínum svo ekki hafa miklar áhyggjur, þú ert ekki aleinn í heiminum, það eru margir að pæla í þessu.Skrifast á kynfræðsluna Ætli það megi ekki skrifast á kynfræðsluna (eins og svo margt annað) enda ómögulegt að sjá út frá bíómyndum hversu lengi samfarir standa og fáir sem tala af hreinskilni um endingu. Bara eitt áður en við höldum lengra; í kynlífi þýðir lengri ending ekki endilega betri gæði. Annað sem gleymist stundum er hvar kynlífið byrjar og hvar það endar. Kynlíf er meira en bara inn-út og þá má alveg vera heillengi í sleik og að putta, runka, sleikja og sjúga. Oftar en ekki er mikil áhersla lögð á þetta inn-út og það látið skilgreina gæði kynlífisins þegar það er minnsti hlutinn af því.Forleikur mikilvægur Forleikur er kjörinn tími til að fá sína fyrstu fullnægingu. Svo má hvíla sig aðeins og byrja aftur eða jafnvel láta keleríið nægja, það getur verið jafn fullnægjandi fyrir báða aðila. Fæstar konur fá fullnægingu í beinum samförum án beinnar örvunar sníps svo ef þú ert að stunda kynlíf með konu þá er gott að gefa henni nægt kelerí fyrir samfarir og í samförum.Hægðu á þér Spurningin um að endast lengur er spurning um æfingu og að fara sér hægt. Ef þú finnur að þú ert að fara að fá fullnægingu, hægðu þá á þér, jafnvel taktu hann út og farðu að kela við bólfélagann. Endingin byggist svo smám saman upp en það er gott að hafa í huga að samfarir endast sjaldnast lengur en 10 mínútur, hafðu það endilega á bak við eyrað á meðan.Sinntu bólfélaganum Passaðu að sinna bólfélaganum í forleiknum og á meðan samförum stendur og ekki gleyma að tala saman. Finnið út hvað hentar ykkur og ef báðir aðilar óska eftir lengri endingu í samförum þá getið þið þjálfað það í sameiningu.Hægt er að senda Siggu fyrirspurn: kynlif@frettabladid.is. Sigga Dögg Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Ég er sautján ára gutti og á við smá vandamál að stríða (að mér finnst). Eins og flestir á þessum aldri er ég byrjaður að sofa hjá en vandamálið er að ég fæ það svo alltof, alltof fljótt! Það er bara í svona þrjár mínútur og mér finnst það bara allt of stutt! Ég var þess vegna að velta því fyrir mér hvort þú gætir gefið mér einhver góð ráð? Svar Siggu Daggar kynlífsfræðings Fréttablaðins: Mér þykir það óendanlega áhugavert hversu mikið karlmenn eiga það til að spá í endingu. Ég fæ þessa spurningu gjarnan frá jafnöldrum þínum svo ekki hafa miklar áhyggjur, þú ert ekki aleinn í heiminum, það eru margir að pæla í þessu.Skrifast á kynfræðsluna Ætli það megi ekki skrifast á kynfræðsluna (eins og svo margt annað) enda ómögulegt að sjá út frá bíómyndum hversu lengi samfarir standa og fáir sem tala af hreinskilni um endingu. Bara eitt áður en við höldum lengra; í kynlífi þýðir lengri ending ekki endilega betri gæði. Annað sem gleymist stundum er hvar kynlífið byrjar og hvar það endar. Kynlíf er meira en bara inn-út og þá má alveg vera heillengi í sleik og að putta, runka, sleikja og sjúga. Oftar en ekki er mikil áhersla lögð á þetta inn-út og það látið skilgreina gæði kynlífisins þegar það er minnsti hlutinn af því.Forleikur mikilvægur Forleikur er kjörinn tími til að fá sína fyrstu fullnægingu. Svo má hvíla sig aðeins og byrja aftur eða jafnvel láta keleríið nægja, það getur verið jafn fullnægjandi fyrir báða aðila. Fæstar konur fá fullnægingu í beinum samförum án beinnar örvunar sníps svo ef þú ert að stunda kynlíf með konu þá er gott að gefa henni nægt kelerí fyrir samfarir og í samförum.Hægðu á þér Spurningin um að endast lengur er spurning um æfingu og að fara sér hægt. Ef þú finnur að þú ert að fara að fá fullnægingu, hægðu þá á þér, jafnvel taktu hann út og farðu að kela við bólfélagann. Endingin byggist svo smám saman upp en það er gott að hafa í huga að samfarir endast sjaldnast lengur en 10 mínútur, hafðu það endilega á bak við eyrað á meðan.Sinntu bólfélaganum Passaðu að sinna bólfélaganum í forleiknum og á meðan samförum stendur og ekki gleyma að tala saman. Finnið út hvað hentar ykkur og ef báðir aðilar óska eftir lengri endingu í samförum þá getið þið þjálfað það í sameiningu.Hægt er að senda Siggu fyrirspurn: kynlif@frettabladid.is.
Sigga Dögg Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira