Innlent

Veðurblíðan og leyndardómur íssalans

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Frá Austurvelli í dag.
Frá Austurvelli í dag. mynd/Pjetur Sigurðsson
Veðurblíðan leikur nú við landsmenn. Hiti hefur skriðið yfir 20 stig á nokkrum stöðum og heiðskírt er víðast hvar. Eins og svo oft áður þá er mikið um að vera hjá íssölum þegar viðrar vel — Fríða í Ísbúð Vesturbæjar brosir að minnsta kosti hringinn.

„Þetta gengur æðislega," segir Fríða Einarsdóttir, verslunarstjóri. „Og búið að vera æðislega gaman. Það er mikil gleði í fólki og það er það eina sem skiptir máli. Fólk verður að brosa."

Fríða segir Íslendinga sannarlega vera sólgna í ísinn þegar veðrið leikur við þá. Á síðustu árum hafi orðið þó nokkur aukning í íssölunni.

Veðrið hefur sannarlega leikið við landsmenn í dag.mynd/Veðurstofa
„Þetta er mjög svipað og í fyrra, en ívið meira yfir daginn. það er tvímælalaust aukning milli ára. Það er auðvitað mikið af fastakúnnum en við sjáum reglulega ný andlit."

Þá er Fríða ekki í vafa þegar fréttamaður forvitnast um leyndardóma íssölunnar — jákvæðni og bjartsýni skipti ávallt sköpum: „Fór kemur hér með bros á vör og fer skellihlæjandi út."

Speki dagsins í Ísbúð Vesturbæjar ber síðan vitni um þetta jákvæða viðhorf: „Vegferðin í gegnum lífið getur verið þreytandi og erfið, en góður félagsskapur gerir ferðina auðveldari."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×