Innlent

Fátt um svör eftir að rúta var stöðvuð á Egilsstöðum

Egilsstaðir
Egilsstaðir
Lögreglan á Egilsstöðum kyrrsetti í dag rútu frá fyrirtækinu Bílar og fólk ehf. Framkvæmdastjóri félagsins hafði í kjölfarið samband við lögregluna á Egilsstöðum og á Höfn en hvorugt embættið kannaðist við málið.

Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf sem gerir út bíla merktum Sternu., senti tilkynningu um málið á fjölmiðla í kvöld. Þar kemur fram að rútan hafi verið stöðvuð af lögreglu í þann mund sem hún lagði af stað með hóp frá Egilsstöðum til Hornafjarðar.

Bílstjórinn var ekki ákærður fyrir nein brot. Þegar leitað var svara hjá lögreglunni á Egilsstöðum fengust þau svör að lögreglan á Höfn hafi sent tilskipun um stöðvun rútunnar.

Í tilkynningunni kemur fram að lögreglan á Höfn þvertaki fyrir að hafa sent tilskipunina

Fyrirtækið hefur falið lögmanni sínum að fara ofan í þessi mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×