Innlent

Náttúran í ljósmyndasamkeppni

Þórir Tryggvason tók bestu myndina í annarri ljósmyndasamkeppni sumarsins, en í henni var þemað útivist.
Þórir Tryggvason tók bestu myndina í annarri ljósmyndasamkeppni sumarsins, en í henni var þemað útivist.
Náttúra er þema þriðju ljósmyndakeppninnar sem Fréttablaðið stendur fyrir í sumar. Vonast er eftir fjölbreytilegum myndum sem fanga náttúru Íslands á áhugaverðan hátt og senda þátttakendur inn sínar eigin ljósmyndir.

Skilafrestur fyrir náttúrumyndirnar er 8. ágúst en myndir skal senda á netfangið ljosmyndasamkeppni@frettabladid.is.

Besta myndin birtist á forsíðu Fréttablaðsins og höfundur hennar fær einnig tvo farmiða með Wow air. Í önnur og þriðju verðlaun eru gjafakort í Borgarleikhúsið.

Fréttablaðið stendur alls fyrir fjórum ljósmyndasamkeppnum í sumar, en áður hefur verið keppt um bestu myndirnar undir þemunum útivist og íþróttir. Þema fjórðu og síðustu keppninnar verður kynnt í aðdraganda hennar.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×