Innlent

Óánægðir með nýjan þingflokksformann

BBI skrifar
Illugi Gunnarsson í prófíl.
Illugi Gunnarsson í prófíl. Mynd/Vilhelm
Félög ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi harma ákvörðun þingflokks Sjálfstæðisflokksins að skipta um þingflokksformann og skora á flokkinn að endurskoða þá ákvörðun.

Ragnheiður Elín Árnadóttir úr Suðurkjördæmi hefur að undanförnu gegnt stöðu þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins en í dag bárust fréttir af því að Illugi Gunnarsson tæki við stöðu hennar.

„Það vekur furðu að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi ákveðið á þessum tímapunkti að gera breytingar á þingflokksformanni, sérstaklega í ljósi þess að Suðurkjördæmið er sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins nú um stundir," segir í tilkynningu frá ungum sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi.


Tengdar fréttir

Óttast að skipti á þingflokksformönnum veiki Sjálfstæðisflokkinn

Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að skipta um þingflokksformann. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn fulltrúarráðs félaganna, sem er ósátt við að Illugi Gunnarsson hafi verið kjörinn þingflokksformaður í morgun og að Ragnheiður Elín Árnadóttir hafi verið sett af.

Illugi nýr þingflokksformaður

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið við stöðu þingflokksformanns að nýju. Hann staðfestir þetta í samtali við Vísi. "Þetta var tillaga formanns sem var síðan rædd og síðan varð hún niðurstaðan,“ segir Illugi í samtali við Vísi.

Ragnheiður Elín: Svona er pólitíkin og þetta er niðurstaða formannsins

"Svona er pólitíkin og þetta er niðurstaða formannsins, það þýðir þó ekki að ég sé ánægð með hana,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, en Illugi Gunnarsson var í dag kjörinn þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins eftir að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, lagði fram tillögu um að Illugi yrði nýr þingflokksformaður á þingflokksfundi í morgun. Sú tillaga var svo samþykkt með meirihluta þingflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×