Starfsfólk ÁTVR hefur greinilega ekkert að gera í vinnunni 9. febrúar 2012 17:23 Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, var gestur strákanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. mynd/GVA „Þetta er forsjárhyggja hjá ríkisstarfsfólki sem hefur greinilega ekkert að gera í vinnunni," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, um þá ákvörðun ríkisins að vilja ekki taka Motörhead-rauðvín í sölu. Hann var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. ÁTVR hafnaði umsókninni meðal annars á með þeim rökum að annars vegar hefði hljómsveitin Motörhead ekkert með vínið að gera, annað en að nafn hennar væri á flöskunni, og hins vegar að skilaboðin sem fylgdu nafninu væru miður falleg. Þannig sé enska orðið ‚motorhead' slanguryrði yfir amfetamínneytanda og þar að auki fjalli textar sveitarinnar „iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna". Sveinn Andri segir að ákvörðun ÁTVR stenst ekki nánari skoðun. „Það verða nú að vera einhver málefnaleg sjónarmið fyrir því að neita að taka einhverja áfengistegund til sölu. Ég las einhvers staðar að einhverjir ferðaglöðustu starfsmenn ríkisins væru starfsmenn ÁTVR, sem ferðuðust mikið út í vínhéruð út í heimi þrátt fyrir það að vera ekki að flytja neitt sjálfir inn af áfengi. En nú er maður að átta sig á því hvað þeir eru að gera í þessum ferðum, þeir eru velta því fyrir sér hvað nöfnin á víntegundum þýða og fara aðeins dýpra í það. Það má auðvitað ekki flytja inn vín sem þýða eitthvað nógu sniðugt. Maður hlýtur að staldra aðeins við og velta því fyrir sér hvað þetta fólk er að gera í vinnunni," segir Sveinn Andri. Hann segir ákvörðunina vera grín. „Þetta tekur engu tali að ríkisstarfsmenn séu að skipta sér af því hvað víntegundirnar heiti, það er bara eins og hvert annað grín. Þetta segir manni það að það eru of margir starfsmenn hjá ÁTVR. Það þarf bara að skera þar niður um helming og þá hætta þeir að pæla í því hvað er í textunum hjá einhverjum hljómsveitum sem heita Motörhead. Þetta er súrelaískt. Þetta stenst engar stjórnsýslureglur að synja mönnum um innflutning á víni út af því hvaða nafn er á vínflöskunum," segir Sveinn Andri í viðtali við Reykjavík síðdegis.Hægt er að hlusta á viðtalið við Svein Andra í Útvarpi Vísis eða með því að smella á hlekkinn hér að ofan. Tengdar fréttir Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. 9. febrúar 2012 08:30 Motörhead gegn íslenska ríkisbákninu Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi. Eftir 2008 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á hinum almenna borgara með hækkandi sköttum og verðlausari krónu og hafa menn reynt hvað þeir geta til þess að bæta upp tapið með allskyns aukavinnu. 9. febrúar 2012 00:01 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
„Þetta er forsjárhyggja hjá ríkisstarfsfólki sem hefur greinilega ekkert að gera í vinnunni," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, um þá ákvörðun ríkisins að vilja ekki taka Motörhead-rauðvín í sölu. Hann var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. ÁTVR hafnaði umsókninni meðal annars á með þeim rökum að annars vegar hefði hljómsveitin Motörhead ekkert með vínið að gera, annað en að nafn hennar væri á flöskunni, og hins vegar að skilaboðin sem fylgdu nafninu væru miður falleg. Þannig sé enska orðið ‚motorhead' slanguryrði yfir amfetamínneytanda og þar að auki fjalli textar sveitarinnar „iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna". Sveinn Andri segir að ákvörðun ÁTVR stenst ekki nánari skoðun. „Það verða nú að vera einhver málefnaleg sjónarmið fyrir því að neita að taka einhverja áfengistegund til sölu. Ég las einhvers staðar að einhverjir ferðaglöðustu starfsmenn ríkisins væru starfsmenn ÁTVR, sem ferðuðust mikið út í vínhéruð út í heimi þrátt fyrir það að vera ekki að flytja neitt sjálfir inn af áfengi. En nú er maður að átta sig á því hvað þeir eru að gera í þessum ferðum, þeir eru velta því fyrir sér hvað nöfnin á víntegundum þýða og fara aðeins dýpra í það. Það má auðvitað ekki flytja inn vín sem þýða eitthvað nógu sniðugt. Maður hlýtur að staldra aðeins við og velta því fyrir sér hvað þetta fólk er að gera í vinnunni," segir Sveinn Andri. Hann segir ákvörðunina vera grín. „Þetta tekur engu tali að ríkisstarfsmenn séu að skipta sér af því hvað víntegundirnar heiti, það er bara eins og hvert annað grín. Þetta segir manni það að það eru of margir starfsmenn hjá ÁTVR. Það þarf bara að skera þar niður um helming og þá hætta þeir að pæla í því hvað er í textunum hjá einhverjum hljómsveitum sem heita Motörhead. Þetta er súrelaískt. Þetta stenst engar stjórnsýslureglur að synja mönnum um innflutning á víni út af því hvaða nafn er á vínflöskunum," segir Sveinn Andri í viðtali við Reykjavík síðdegis.Hægt er að hlusta á viðtalið við Svein Andra í Útvarpi Vísis eða með því að smella á hlekkinn hér að ofan.
Tengdar fréttir Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. 9. febrúar 2012 08:30 Motörhead gegn íslenska ríkisbákninu Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi. Eftir 2008 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á hinum almenna borgara með hækkandi sköttum og verðlausari krónu og hafa menn reynt hvað þeir geta til þess að bæta upp tapið með allskyns aukavinnu. 9. febrúar 2012 00:01 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. 9. febrúar 2012 08:30
Motörhead gegn íslenska ríkisbákninu Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi. Eftir 2008 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á hinum almenna borgara með hækkandi sköttum og verðlausari krónu og hafa menn reynt hvað þeir geta til þess að bæta upp tapið með allskyns aukavinnu. 9. febrúar 2012 00:01