Innlent

Jarðskjálfti við Hveragerði

Jarðskjálfti varð á á Suðurlandi rétt eftir hádegi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu var skjálftinn 2.7 til 2.9 að stærð en skjálftamiðja hans var norðarlega í Ingólfsfjalli eða um 6.6 kílómetrum norðaustur af Hveragerði. Upptök hans voru á 1.7 kílómetra dýpi.

Síðustu þrjár vikur hefur skjálftavirkni á svæðinu verið þó nokkur. Skjálftarnir hafa þó flestir verið litlir. Skjálftinn fannst vel í Hveragerði og Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×