Innlent

Allir blása á Bestu útihátíðinni

Fólk beið í röð eftir að fá að blása.
Fólk beið í röð eftir að fá að blása. mynd/Fréttastofa
Hver einasti ökumaður á Bestu útihátíðinni hefur verið látinn blása í áfengismæli lögreglunnar á Hvolsvelli. Á annan tug hafa verið teknir undir áhrifum.

Lögreglan bendir fólki á að mæta gangandi til lögreglunnar áður en það sest undir stýri.

Nokkuð hefur verið um að fólk hafi verið stöðvað og svipt ökuréttindum eftir að hafa ekið aðeins nokkra metra út af hátíðarsvæðinu.

Alls komu 55 fíkniefnamál upp um helgina á Gaddstaðaflötum þar sem Besta útihátíðin fer fram.

Fíkniefnahundur hefur verið á svæðinu. Þá hefur fólk aðallega verið tekið með kannabisefni og amfetamín.

Síðastliðin nótt ágætlega að sögn lögreglu. Lítið var um pústra og engar kærur komu upp.

Aðfaranótt laugardags var ein nauðgun kærð sem og líkamsárás.

Í gær slasaðist síðan starfsmaður á litbolta-svæði hátíðarinnar. Hann fluttur á slysadeild lögreglunnar með alvarlega áverka og er hann þungt haldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×