"Breið sátt um stjórnarskrárbreytingar stendur ekki til boða" 2. ágúst 2012 21:37 Alþingi. mynd/GVA Fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs segir nær ómögulegt að mynda breiða sátt um breytingar á stjórnarskrá. Hann segir málið vera nú vera pólitískt og að gagnrýnendur tillaganna fjalli ekki um málið á efnislegum forsendum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vék að stjórnarskránni í innsetningarræðu sinni í gær. Þar hvatti hann kjörna fulltrúa til að ná samstöðu um málið. „Þingið var í miklum vandræðum þegar komið var fram á vor á síðasta ári," segir Ari Teitsson, fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs. „Sjálfstæðismenn voru ósáttir með þá ákvörðun að senda Geir Haarde fyrir landsdóm. Síðan þá hafa þeir verið í mótþróa og öll mál verið rammpólitísk.“Ari Teitsson, fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs.Þá telur Ari að Framsókn hafi að sama skapi gengið of langt í mótþróa sínum við breytingar á stjórnarskrá. „Stjórnarskrármálið var og er ekki pólitískt mál, segir Ari. „Allir flokkar komu að málinu. Sjálfstæðismenn komu jafnvel að því að skipuleggja þjóðfundinn og unnu að heilindum í málinu." Ari telur að efnisleg umræða um tillögur stjórnarráðs hafi í raun ekki farið fram. Hann telur málið vera í hnút, ekki af efnislegum ástæðum heldur pólitískum. „Margir tala um að breið sátt verði að vera um breytingar á stjórnarskrá. Staðreyndin er sú að sú sátt er einfaldlega ekki í boði. Þetta er náttúrulega dapurlegt enda tel ég að flestir viðurkenni að full þörf hafi verið á að laga stjórnarskránna." Þá bendir Ari á að á því tímabili sem liðið er frá því að tillögunum var skilað, þá hafi enginn bent efnislega á þætti sem vert væri að breyta. „Þeir eiga það sameiginlegt sem gagnrýnt hafa tillögurnar að hafa ekki komið hugmyndir um hvernig hlutirnir ættu að vera í staðinn," segir Ari. Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs segir nær ómögulegt að mynda breiða sátt um breytingar á stjórnarskrá. Hann segir málið vera nú vera pólitískt og að gagnrýnendur tillaganna fjalli ekki um málið á efnislegum forsendum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vék að stjórnarskránni í innsetningarræðu sinni í gær. Þar hvatti hann kjörna fulltrúa til að ná samstöðu um málið. „Þingið var í miklum vandræðum þegar komið var fram á vor á síðasta ári," segir Ari Teitsson, fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs. „Sjálfstæðismenn voru ósáttir með þá ákvörðun að senda Geir Haarde fyrir landsdóm. Síðan þá hafa þeir verið í mótþróa og öll mál verið rammpólitísk.“Ari Teitsson, fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs.Þá telur Ari að Framsókn hafi að sama skapi gengið of langt í mótþróa sínum við breytingar á stjórnarskrá. „Stjórnarskrármálið var og er ekki pólitískt mál, segir Ari. „Allir flokkar komu að málinu. Sjálfstæðismenn komu jafnvel að því að skipuleggja þjóðfundinn og unnu að heilindum í málinu." Ari telur að efnisleg umræða um tillögur stjórnarráðs hafi í raun ekki farið fram. Hann telur málið vera í hnút, ekki af efnislegum ástæðum heldur pólitískum. „Margir tala um að breið sátt verði að vera um breytingar á stjórnarskrá. Staðreyndin er sú að sú sátt er einfaldlega ekki í boði. Þetta er náttúrulega dapurlegt enda tel ég að flestir viðurkenni að full þörf hafi verið á að laga stjórnarskránna." Þá bendir Ari á að á því tímabili sem liðið er frá því að tillögunum var skilað, þá hafi enginn bent efnislega á þætti sem vert væri að breyta. „Þeir eiga það sameiginlegt sem gagnrýnt hafa tillögurnar að hafa ekki komið hugmyndir um hvernig hlutirnir ættu að vera í staðinn," segir Ari.
Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira