Innlent

Bátur með 35 manns strandaði við Lundey

Um borð í bát Norðursiglingar.
Um borð í bát Norðursiglingar.
Allir 35 farþegarnir, sem voru um borð í hvalaskoðunarbáti frá Húsavík, sem strandaði við Lundey á Skjálfanda í morgun, eru komnir heilir á húfi yfir í björgunarbáta Landsbjargar.

Báturinn, sem er gamall uppgerður eikarbátur í eigu Norðursiglingar, var að lóna við eyjuna í morgun og voru farþegarnir að skoða fuglalífið í henni, þegar báturinn tók skyndilga niðri á grynningum. Það var klukkan rúmlega hálf ellefu og tilkynnti skipstjórinn þegar um atvikið. Vaktstöð siglinga og gæslunnar gripu þegar til viðbúnaðaráætlunar og kölluðu út björgunarbáta og í nálæg skip, en blíðskapar veður er á svæðinu og því var lítil hætta á ferðum.

Tveir úr áhöfn voru eftir um borð og er nú búið að koma taug yfir í annað skip, sem ætlar að reyna að draga bátinn á flot á há flóðinu, sem er umþaðbil í þessum töluðu orðum. TAlið er að hann sé alveg óskemmdur. Eftir því sem Fréttastofan kemst næst, tóku farþegarnir þessu með stakri ró og upplifðu þetta frekar sem óvænt ævintýri, en sjávarháska við Íslandsstrendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×