Rúmur meirihluti vill Ólaf Ragnar áfram Lillý Valgerður Pétursdóttir. skrifar 12. febrúar 2012 19:45 Rúmur meirihluti þjóðarinnar vill að Ólafur Ragnar Grímsson gefi aftur kost á sér í forsetaembættið. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Ólafur Ragnar gaf sterklega í skyn í nýársávarpi sínu að hann ætli sér ekki að sækjast eftir endurkjöri næsta sumar. Ólafur lýkur þá sínu fjórða kjörtímabili en hann tók við embætti forseti árið 1996. Mörgum þótti sem Ólafur hefði þó ekki útilokað í ræðu sinni að bjóða sig aftur fram. Fjölmargir hafa því stigið fram og skorað á hann að gefa áfram kost á sér. Fréttastofa ákvað að kanna hvort að landsmenn vilja almennt að Ólafur bjóði sig aftur fram. Niðurstaðan er ekki afgerandi en engu að síður sýnir ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins að meirihluti þjóðarinnar vill að Ólafur gefi áfram kost á sér. 54% vilja að Ólafur sækist eftir því að gegna embættinu í fimmta sinn en 46% vilja hins vegar að hann láti gott heita og hætti í sumar. Lítill munur er á afstöðu kynjanna. Ólafur virðist eiga fleiri stuðningsmenn á landsbyggðinni. Þar vilja rúm sextíu prósent að hann bjóði sig aftur fram en í höfuðborginni 50%. Þá er yngra fólk frekar á því að hann eigi að sækjast eftir endurkjöri. 59% þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára vilja að bjóði sig aftur fram en aðeins 46% þeirra sem hafa náð sextugsaldri. Þá er nokkur munur á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það styður. Af þeim sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef að kosið yrði nú þá vilja 63% að Ólafur sækist eftir endurkjöri en aðeins 32% þeirra sem styðja Samfylkinguna. Hringt var í átta hundruð manns áttunda og níunda febrúar síðastliðinn sem valdir voru með slembivali úr þjóðskrá. Níutíu prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir fréttastofu hefur forsetinn ekki verið tilbúinn að veita viðtal um hvort að til greina komi að hann sækist eftir endurkjöri. Framboðsfrestur til forseta rennur út eftir rúma þrjá mánuði og hefur enn enginn gefið kost á sér. Ætla má margir séu að bíða eftir að Ólafur skýri mál sitt. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Rúmur meirihluti þjóðarinnar vill að Ólafur Ragnar Grímsson gefi aftur kost á sér í forsetaembættið. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Ólafur Ragnar gaf sterklega í skyn í nýársávarpi sínu að hann ætli sér ekki að sækjast eftir endurkjöri næsta sumar. Ólafur lýkur þá sínu fjórða kjörtímabili en hann tók við embætti forseti árið 1996. Mörgum þótti sem Ólafur hefði þó ekki útilokað í ræðu sinni að bjóða sig aftur fram. Fjölmargir hafa því stigið fram og skorað á hann að gefa áfram kost á sér. Fréttastofa ákvað að kanna hvort að landsmenn vilja almennt að Ólafur bjóði sig aftur fram. Niðurstaðan er ekki afgerandi en engu að síður sýnir ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins að meirihluti þjóðarinnar vill að Ólafur gefi áfram kost á sér. 54% vilja að Ólafur sækist eftir því að gegna embættinu í fimmta sinn en 46% vilja hins vegar að hann láti gott heita og hætti í sumar. Lítill munur er á afstöðu kynjanna. Ólafur virðist eiga fleiri stuðningsmenn á landsbyggðinni. Þar vilja rúm sextíu prósent að hann bjóði sig aftur fram en í höfuðborginni 50%. Þá er yngra fólk frekar á því að hann eigi að sækjast eftir endurkjöri. 59% þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára vilja að bjóði sig aftur fram en aðeins 46% þeirra sem hafa náð sextugsaldri. Þá er nokkur munur á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það styður. Af þeim sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef að kosið yrði nú þá vilja 63% að Ólafur sækist eftir endurkjöri en aðeins 32% þeirra sem styðja Samfylkinguna. Hringt var í átta hundruð manns áttunda og níunda febrúar síðastliðinn sem valdir voru með slembivali úr þjóðskrá. Níutíu prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir fréttastofu hefur forsetinn ekki verið tilbúinn að veita viðtal um hvort að til greina komi að hann sækist eftir endurkjöri. Framboðsfrestur til forseta rennur út eftir rúma þrjá mánuði og hefur enn enginn gefið kost á sér. Ætla má margir séu að bíða eftir að Ólafur skýri mál sitt.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira