Innlent

Forsætisráðherrann þakkaði fyrir hlýjar móttökur

JHH og JMG skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir og íslenskir embættismenn hittu Wen Jiabao og föruneyti hans í Þjóðmenningarhúsinu.
Jóhanna Sigurðardóttir og íslenskir embættismenn hittu Wen Jiabao og föruneyti hans í Þjóðmenningarhúsinu. mynd/ jmg
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bauð Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, velkominn til landsins við upphaf fundar þeirra í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Hún sagði ánægjulegt að forsætisráðherrann væri kominn til landsins og vonandi yrði heimsóknin til þess að styrkja tengsl ríkjanna.

Kínverski forsætisráðherrann sagðist glaður að vera kominn til Íslands og þakkaði fyrir hlýjar móttökur. Hann er fyrsti forsætisráðherra landsins sem kemur til Íslands. Hann sagðist vonast til þess að ferðin myndi styrkja tengsl og vináttu ríkjanna og það væri hægt að vinna áfram að þróun og samstarfi milli Íslands og Kína.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×