Vilborg búin að ganga 180 kílómetra Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 3. desember 2012 20:28 Vilborg Arna pólfari segist hafa lent í ýmsum erfiðum aðstæðum á þeim tveimur vikum sem hún hefur skíðað á Suðurskautslandinu. Allt hafi hins vegar gengið vel og vonast hún til að vera komin á Suðurpólinn innan fjörutíu daga. Vilborg Arna Gissurardóttir er komin 180 kílómetra áleiðis í átt að Suðurpólnum en samtals mun hún ferðast yfir ellefu hundruð kílómetra og segir hún ferðalagið hingað til hafa gengið vel. „Maður gengur ekki alveg beina leið heldur þarf maður að krækja fyrir sprungur og það eru brekkur, hækkun og svoleiðis. En ég er komin yfir erfiðustu hjallana hvað það varðar," segir hún. Hún hefur núna gengið að meðaltali um 17 kílómetra á dag en þarf að koma sér upp í yfir tuttugu kílómetra á næstu dögum til að halda áætlun en ýmislegt getur komið uppá við þessar aðstæður. „Ég hef ekki lent í lífshættu eða þannig en ég hef lent í erfiðum aðstæðum eins og að fara yfir sprungur og leita að leiðum til að komast yfir sprungurnar af því maður getur ekki alltaf farið beinustu leið heldur þarf að finna tryggar snjóbrýr og þess háttar til að komast yfir. Ég þurfti að gera það í upphafi ferðar og það gat verið krefjandi." Þá hefur hún þurft að glíma við mikinn kulda og vindasamt veður undanfarna daga og um daginn brotnaði ein af tjaldsúlum hennar svo það tók hana mjög langan tíma að tjalda tjaldinu úti í fimbulkulda. „Það er ekki hættulegt í sjálfu sér en maður þarf að vera rólegur og klára að gera við og svoleiðis. Manni verður kalt á meðan en þeim mun betra að komast í tjaldið á eftir." Vilborg gengur til styrktar kvennadeild Landspítalans en hægt er að fylgjast með ferðinni og heita á hana á heimasíðunni lifsspor.is og hvetur hún fólk til þess. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Vilborg Arna pólfari segist hafa lent í ýmsum erfiðum aðstæðum á þeim tveimur vikum sem hún hefur skíðað á Suðurskautslandinu. Allt hafi hins vegar gengið vel og vonast hún til að vera komin á Suðurpólinn innan fjörutíu daga. Vilborg Arna Gissurardóttir er komin 180 kílómetra áleiðis í átt að Suðurpólnum en samtals mun hún ferðast yfir ellefu hundruð kílómetra og segir hún ferðalagið hingað til hafa gengið vel. „Maður gengur ekki alveg beina leið heldur þarf maður að krækja fyrir sprungur og það eru brekkur, hækkun og svoleiðis. En ég er komin yfir erfiðustu hjallana hvað það varðar," segir hún. Hún hefur núna gengið að meðaltali um 17 kílómetra á dag en þarf að koma sér upp í yfir tuttugu kílómetra á næstu dögum til að halda áætlun en ýmislegt getur komið uppá við þessar aðstæður. „Ég hef ekki lent í lífshættu eða þannig en ég hef lent í erfiðum aðstæðum eins og að fara yfir sprungur og leita að leiðum til að komast yfir sprungurnar af því maður getur ekki alltaf farið beinustu leið heldur þarf að finna tryggar snjóbrýr og þess háttar til að komast yfir. Ég þurfti að gera það í upphafi ferðar og það gat verið krefjandi." Þá hefur hún þurft að glíma við mikinn kulda og vindasamt veður undanfarna daga og um daginn brotnaði ein af tjaldsúlum hennar svo það tók hana mjög langan tíma að tjalda tjaldinu úti í fimbulkulda. „Það er ekki hættulegt í sjálfu sér en maður þarf að vera rólegur og klára að gera við og svoleiðis. Manni verður kalt á meðan en þeim mun betra að komast í tjaldið á eftir." Vilborg gengur til styrktar kvennadeild Landspítalans en hægt er að fylgjast með ferðinni og heita á hana á heimasíðunni lifsspor.is og hvetur hún fólk til þess.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira