Vilborg búin að ganga 180 kílómetra Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 3. desember 2012 20:28 Vilborg Arna pólfari segist hafa lent í ýmsum erfiðum aðstæðum á þeim tveimur vikum sem hún hefur skíðað á Suðurskautslandinu. Allt hafi hins vegar gengið vel og vonast hún til að vera komin á Suðurpólinn innan fjörutíu daga. Vilborg Arna Gissurardóttir er komin 180 kílómetra áleiðis í átt að Suðurpólnum en samtals mun hún ferðast yfir ellefu hundruð kílómetra og segir hún ferðalagið hingað til hafa gengið vel. „Maður gengur ekki alveg beina leið heldur þarf maður að krækja fyrir sprungur og það eru brekkur, hækkun og svoleiðis. En ég er komin yfir erfiðustu hjallana hvað það varðar," segir hún. Hún hefur núna gengið að meðaltali um 17 kílómetra á dag en þarf að koma sér upp í yfir tuttugu kílómetra á næstu dögum til að halda áætlun en ýmislegt getur komið uppá við þessar aðstæður. „Ég hef ekki lent í lífshættu eða þannig en ég hef lent í erfiðum aðstæðum eins og að fara yfir sprungur og leita að leiðum til að komast yfir sprungurnar af því maður getur ekki alltaf farið beinustu leið heldur þarf að finna tryggar snjóbrýr og þess háttar til að komast yfir. Ég þurfti að gera það í upphafi ferðar og það gat verið krefjandi." Þá hefur hún þurft að glíma við mikinn kulda og vindasamt veður undanfarna daga og um daginn brotnaði ein af tjaldsúlum hennar svo það tók hana mjög langan tíma að tjalda tjaldinu úti í fimbulkulda. „Það er ekki hættulegt í sjálfu sér en maður þarf að vera rólegur og klára að gera við og svoleiðis. Manni verður kalt á meðan en þeim mun betra að komast í tjaldið á eftir." Vilborg gengur til styrktar kvennadeild Landspítalans en hægt er að fylgjast með ferðinni og heita á hana á heimasíðunni lifsspor.is og hvetur hún fólk til þess. Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Vilborg Arna pólfari segist hafa lent í ýmsum erfiðum aðstæðum á þeim tveimur vikum sem hún hefur skíðað á Suðurskautslandinu. Allt hafi hins vegar gengið vel og vonast hún til að vera komin á Suðurpólinn innan fjörutíu daga. Vilborg Arna Gissurardóttir er komin 180 kílómetra áleiðis í átt að Suðurpólnum en samtals mun hún ferðast yfir ellefu hundruð kílómetra og segir hún ferðalagið hingað til hafa gengið vel. „Maður gengur ekki alveg beina leið heldur þarf maður að krækja fyrir sprungur og það eru brekkur, hækkun og svoleiðis. En ég er komin yfir erfiðustu hjallana hvað það varðar," segir hún. Hún hefur núna gengið að meðaltali um 17 kílómetra á dag en þarf að koma sér upp í yfir tuttugu kílómetra á næstu dögum til að halda áætlun en ýmislegt getur komið uppá við þessar aðstæður. „Ég hef ekki lent í lífshættu eða þannig en ég hef lent í erfiðum aðstæðum eins og að fara yfir sprungur og leita að leiðum til að komast yfir sprungurnar af því maður getur ekki alltaf farið beinustu leið heldur þarf að finna tryggar snjóbrýr og þess háttar til að komast yfir. Ég þurfti að gera það í upphafi ferðar og það gat verið krefjandi." Þá hefur hún þurft að glíma við mikinn kulda og vindasamt veður undanfarna daga og um daginn brotnaði ein af tjaldsúlum hennar svo það tók hana mjög langan tíma að tjalda tjaldinu úti í fimbulkulda. „Það er ekki hættulegt í sjálfu sér en maður þarf að vera rólegur og klára að gera við og svoleiðis. Manni verður kalt á meðan en þeim mun betra að komast í tjaldið á eftir." Vilborg gengur til styrktar kvennadeild Landspítalans en hægt er að fylgjast með ferðinni og heita á hana á heimasíðunni lifsspor.is og hvetur hún fólk til þess.
Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels