Ósýnilega fyrirtækið með 350 manns í vinnu Kristján Már Unnarsson skrifar 11. apríl 2012 19:45 Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim. Það heitir Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf., eða VHE. Meginverkefnið er að viðhalda tækjum og vélbúnaði álveranna á Reyðarfirði og í Straumsvík og fyrir austan fundum við það í húsunum með bláu þökunum við hlið álvers Fjarðaáls. Þegar menn heyra nafn fyrirtækisins dettur sennilega mörgum í hug lítið verkstæði í skemmu í einhverju iðnaðarhverfinu. Starfsmannafjöldinn og umsvifin eru hins vegar slík að á íslenskan mælikvarða telst þetta vera eitt af stórfyrirtækjum landsins. Það er með 160 starfsmenn á Austurlandi og annað eins í Hafnarfirði, einkum faglærða menn eins og rafvirkja, vélvirkja, vélstjóra, tæknifræðinga, smiði og suðumenn. Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi, segir að þetta séu orðin hálaunastörf og mjög góður iðnaður. Í næsta mánuði bætist við ný kersmiðja Fjarðaáls, sem vélaverkstæðið hefur tekið að sér að reka, og þá fjölgar starfsmönnum VHE upp í 350. Guðgeir segir að fyrirtækið vanti bæði stálsmiði og vélvirkja en hörgull sé á slíkum starfsmönnum á Íslandi. Þeir halda lager fyrir álverin og selja þeim rekstrarvörur, eins og handverkfæri, skautgaffla, tjakka og slöngur. Þeir hanna jafnframt og smíða sérhæfð tæki fyrir álverin og hefur það leitt til útflutnings til álvera erlendis. Guðgeir segir fyrirtækið farið að flytja út þónokkuð af slíkum vélbúnaði. Sá geiri eigi eftir að stækka enda leggi fyrirtækið áherslu á útflutninginn. VHE er einnig í verkefnum utan álveranna, eins og fasteignarekstri á Austurlandi og brúarsmíði fyrir Vegagerðina. Guðgeiri finnst sem margir átti sig ekki á umsvifunum sem fylgi álverunum á Íslandi. Fólk úti á landi, og sérstaklega á Austurlandi, geri sér þó fullkomlega grein fyrir þessu. "En ég er hræddur um að fólk í 101 átti sig ekki alveg á þessu hvað þetta er rosalega öflug og mikil starfsemi og mikil innspýting inn í þjóðarbúið. Og þetta hefur verið rosaleg innspýting fyrir Austurland," segir Guðgeir Sigurjónsson. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim. Það heitir Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf., eða VHE. Meginverkefnið er að viðhalda tækjum og vélbúnaði álveranna á Reyðarfirði og í Straumsvík og fyrir austan fundum við það í húsunum með bláu þökunum við hlið álvers Fjarðaáls. Þegar menn heyra nafn fyrirtækisins dettur sennilega mörgum í hug lítið verkstæði í skemmu í einhverju iðnaðarhverfinu. Starfsmannafjöldinn og umsvifin eru hins vegar slík að á íslenskan mælikvarða telst þetta vera eitt af stórfyrirtækjum landsins. Það er með 160 starfsmenn á Austurlandi og annað eins í Hafnarfirði, einkum faglærða menn eins og rafvirkja, vélvirkja, vélstjóra, tæknifræðinga, smiði og suðumenn. Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi, segir að þetta séu orðin hálaunastörf og mjög góður iðnaður. Í næsta mánuði bætist við ný kersmiðja Fjarðaáls, sem vélaverkstæðið hefur tekið að sér að reka, og þá fjölgar starfsmönnum VHE upp í 350. Guðgeir segir að fyrirtækið vanti bæði stálsmiði og vélvirkja en hörgull sé á slíkum starfsmönnum á Íslandi. Þeir halda lager fyrir álverin og selja þeim rekstrarvörur, eins og handverkfæri, skautgaffla, tjakka og slöngur. Þeir hanna jafnframt og smíða sérhæfð tæki fyrir álverin og hefur það leitt til útflutnings til álvera erlendis. Guðgeir segir fyrirtækið farið að flytja út þónokkuð af slíkum vélbúnaði. Sá geiri eigi eftir að stækka enda leggi fyrirtækið áherslu á útflutninginn. VHE er einnig í verkefnum utan álveranna, eins og fasteignarekstri á Austurlandi og brúarsmíði fyrir Vegagerðina. Guðgeiri finnst sem margir átti sig ekki á umsvifunum sem fylgi álverunum á Íslandi. Fólk úti á landi, og sérstaklega á Austurlandi, geri sér þó fullkomlega grein fyrir þessu. "En ég er hræddur um að fólk í 101 átti sig ekki alveg á þessu hvað þetta er rosalega öflug og mikil starfsemi og mikil innspýting inn í þjóðarbúið. Og þetta hefur verið rosaleg innspýting fyrir Austurland," segir Guðgeir Sigurjónsson.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira