Var djúpt sokkin ofan í skafl Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2012 11:12 Hér má sjá þegar kindin er toguð út úr skaflinum. Um 300 manns frá björgunarsveitum eru við fjárleit á Norðurlandi í dag, en leit hefur staðið yfir nánast viðstöðulaust frá því að óveðrið gekk yfir í byrjun vikunnar. Elías Frímann Elvarsson, í björgunarsveitinni á Húsavík, náði mögnuðum myndum af því þegar hann og Ómar Örn Jónsson, samstarfsmaður hans, náðu að moka lambi úr skafli. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er verið að leita á Þeistareykjum norðanverðum og koma fénu í hólf. Þaðan er það rekið í safnhólf sem er um 15 kílómetrum suður af Þeistareykjum. Ráðgert er að gera hið sama á suðursvæðinu á morgun. Þrátt fyrir að mikil vinna liggi í því að finna fé sem grafið er í snjó er ekki minna verkefni að koma því til byggða. Svæðið er erfitt yfirferðar og snjóþungt og ekki hægt að smala með göngumönnum. Því eru fjórhjól og sleðar notuð við smölunina og snjóbílar ryðja leiðir fyrir safnið til byggða. Leit mun framhaldið á Þeistareykjum næstu daga enda svæðið stórt, aðstæður krefjandi og þar er mikið fé. Leit er að mestu leiti lokið í Bárðardal en áfram er leitað á Reykjaheiði og í Flateyjardal auk þess sem verið er að aðstoða bændur í Kelduhverfi. Þar er leitað að fé í börðum og misgengissprungum. Verið er að hefja leit í Skarðsdal og Fnjóskadal og vonir standa til að hægt sé að klára leita þá í dag. Einnig eru verkefni í Eyjafirði og Hörgárdalsheiði. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg hefur veðrið ekki leikið við leitarmenn á Norðausturlandi í morgun; skyggni var lítið, þoka og súld en virðist vera að létta til. Björgunarsveitir eru einnig að störfum í Fitjadal, Gautsdal og Laxárdal í V-Húnavatnssýslu. Síðar í dag munu björgunarsveitamenn fara með bændum til að smala fé úr Sauðadal. Hópar verða sendir í Kolbeinsdal og Mælifellsdal. Afar misvísandi fregnir berast af ástandi fjárins. Mikið er þó að finnast á lífi en aðeins hefur tekist að gera grein fyrir hluta þess fjár sem saknað er.Fylgstu með því í myndskeiðinu hér að neðan þegar lambið er grafið úr fönn. Stórkostlegasti hluti myndskeiðsins er þegar 2 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar. Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Um 300 manns frá björgunarsveitum eru við fjárleit á Norðurlandi í dag, en leit hefur staðið yfir nánast viðstöðulaust frá því að óveðrið gekk yfir í byrjun vikunnar. Elías Frímann Elvarsson, í björgunarsveitinni á Húsavík, náði mögnuðum myndum af því þegar hann og Ómar Örn Jónsson, samstarfsmaður hans, náðu að moka lambi úr skafli. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er verið að leita á Þeistareykjum norðanverðum og koma fénu í hólf. Þaðan er það rekið í safnhólf sem er um 15 kílómetrum suður af Þeistareykjum. Ráðgert er að gera hið sama á suðursvæðinu á morgun. Þrátt fyrir að mikil vinna liggi í því að finna fé sem grafið er í snjó er ekki minna verkefni að koma því til byggða. Svæðið er erfitt yfirferðar og snjóþungt og ekki hægt að smala með göngumönnum. Því eru fjórhjól og sleðar notuð við smölunina og snjóbílar ryðja leiðir fyrir safnið til byggða. Leit mun framhaldið á Þeistareykjum næstu daga enda svæðið stórt, aðstæður krefjandi og þar er mikið fé. Leit er að mestu leiti lokið í Bárðardal en áfram er leitað á Reykjaheiði og í Flateyjardal auk þess sem verið er að aðstoða bændur í Kelduhverfi. Þar er leitað að fé í börðum og misgengissprungum. Verið er að hefja leit í Skarðsdal og Fnjóskadal og vonir standa til að hægt sé að klára leita þá í dag. Einnig eru verkefni í Eyjafirði og Hörgárdalsheiði. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg hefur veðrið ekki leikið við leitarmenn á Norðausturlandi í morgun; skyggni var lítið, þoka og súld en virðist vera að létta til. Björgunarsveitir eru einnig að störfum í Fitjadal, Gautsdal og Laxárdal í V-Húnavatnssýslu. Síðar í dag munu björgunarsveitamenn fara með bændum til að smala fé úr Sauðadal. Hópar verða sendir í Kolbeinsdal og Mælifellsdal. Afar misvísandi fregnir berast af ástandi fjárins. Mikið er þó að finnast á lífi en aðeins hefur tekist að gera grein fyrir hluta þess fjár sem saknað er.Fylgstu með því í myndskeiðinu hér að neðan þegar lambið er grafið úr fönn. Stórkostlegasti hluti myndskeiðsins er þegar 2 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar.
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira