Innlent

Forsetinn settur í embætti í fimmta sinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá innsetningu forseta Íslands árið 2008. Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff veifa til fjöldans.
Frá innsetningu forseta Íslands árið 2008. Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff veifa til fjöldans. mynd/ pjetur.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður settur í embætti í fimmta sinn eftir hádegi á miðvikudag. Athöfnin hefst með því að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur ættjarðarlög á Austurvelli klukkan þrjú. Hálftíma siðar ganga forseti Íslands og forsetafrú, handhafar forsetavaldsins, biskup Íslands og fleiri frá Alþingishúsi i Dómkirkju þar sem fram fer helgistund í umsjá biskups Íslands. Um klukkan fjögur fer svo embættistakan sjálf fram í Alþingishúsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×