Rúturnar færðar lengra frá Leifsstöð 30. júlí 2012 05:00 Núna þurfa þeir sem ætla með rútu frá Leifsstöð að ganga dágóðan spöl með farangur til að komast að rútunum. Fyrir breytingar biðu rúturnar fyrir framan flugstöðina.fréttablaðið/ernir "Það er langur gangur frá útgangi Leifsstöðvar og út á nýja rútustæðið, sérstaklega þegar maður er með ferðatöskur á kerru," segir Þorbjörg Jónsdóttir ferðalangur um nýtt rútustæði fyrir utan Leifsstöð. Stæðið fyrir rúturnar var áður beint fyrir utan innganginn á flugstöðinni. Nú þurfa farþegar hins vegar að ganga með farangur sinn yfir skammtímabílastæðið sem er fyrir framan Leifsstöð, yfir götu og þaðan inn á stæðið fyrir rúturnar. Þorbjörg tók rútu frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur um síðustu helgi. Hún er ósátt við nýja stæðið. "Það vildi svo til að það var suðaustanátt, rigning og rok. Það komu allir rennandi blautir og hraktir í rútuna. Þarna var einnig eldri kona sem hrasaði þegar vindurinn tók í kerruna hennar," segir Þorbjörg. Agnar Daníelsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segir bæði kosti og galla við nýja skipulagið. "Það góða er að við höfum búið við mikið plássleysi við flugstöðina síðustu ár. Umhverfið hefur í raun verið hættulegt af þeim sökum þar sem erfitt var fyrir bílstjóra að sjá fólk í kringum bílana. Gallinn er staðsetningin." Þórir Garðarsson sölu- og markaðsstjóri Iceland Excursion er á sama máli. "Auðvitað er ljóst að aðstaðan við flugvöllinn var sprungin. Það var svo mikil umferð þarna að rúturnar voru komnar í röð sem náði nánast út á akveginn," segir Garðar. Bæði Garðar og Agnar gera ráð fyrir að breytingarnar séu tímabundnar. "Við lítum svo að að þetta sé bráðabrigðaaðgerð og að í vetur verði bílastæðið fært á gamla staðinn aftur," segir Garðar. Svo er hins vegar ekki, ef marka má upplýsingar frá talsmanni Isavia. "Þetta er bara til framtíðar, því aðstaðan sem er upp við húsið var aldrei hönnuð fyrir alla þá umferð sem er orðin þarna," segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia. "Þetta fer aldrei í sama far, því það er hreinlega ekki pláss," segir Friðþór. Hann útilokar þó ekki að einhverjar ráðstafanir verði gerðar til að auka skjól á gönguleiðinni í vetur. katrin@frettabladid.is Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
"Það er langur gangur frá útgangi Leifsstöðvar og út á nýja rútustæðið, sérstaklega þegar maður er með ferðatöskur á kerru," segir Þorbjörg Jónsdóttir ferðalangur um nýtt rútustæði fyrir utan Leifsstöð. Stæðið fyrir rúturnar var áður beint fyrir utan innganginn á flugstöðinni. Nú þurfa farþegar hins vegar að ganga með farangur sinn yfir skammtímabílastæðið sem er fyrir framan Leifsstöð, yfir götu og þaðan inn á stæðið fyrir rúturnar. Þorbjörg tók rútu frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur um síðustu helgi. Hún er ósátt við nýja stæðið. "Það vildi svo til að það var suðaustanátt, rigning og rok. Það komu allir rennandi blautir og hraktir í rútuna. Þarna var einnig eldri kona sem hrasaði þegar vindurinn tók í kerruna hennar," segir Þorbjörg. Agnar Daníelsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segir bæði kosti og galla við nýja skipulagið. "Það góða er að við höfum búið við mikið plássleysi við flugstöðina síðustu ár. Umhverfið hefur í raun verið hættulegt af þeim sökum þar sem erfitt var fyrir bílstjóra að sjá fólk í kringum bílana. Gallinn er staðsetningin." Þórir Garðarsson sölu- og markaðsstjóri Iceland Excursion er á sama máli. "Auðvitað er ljóst að aðstaðan við flugvöllinn var sprungin. Það var svo mikil umferð þarna að rúturnar voru komnar í röð sem náði nánast út á akveginn," segir Garðar. Bæði Garðar og Agnar gera ráð fyrir að breytingarnar séu tímabundnar. "Við lítum svo að að þetta sé bráðabrigðaaðgerð og að í vetur verði bílastæðið fært á gamla staðinn aftur," segir Garðar. Svo er hins vegar ekki, ef marka má upplýsingar frá talsmanni Isavia. "Þetta er bara til framtíðar, því aðstaðan sem er upp við húsið var aldrei hönnuð fyrir alla þá umferð sem er orðin þarna," segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia. "Þetta fer aldrei í sama far, því það er hreinlega ekki pláss," segir Friðþór. Hann útilokar þó ekki að einhverjar ráðstafanir verði gerðar til að auka skjól á gönguleiðinni í vetur. katrin@frettabladid.is
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira