Fótbolti

Hodgson gefur 31 árs nýliða tækifæri í kvöld

Osman á landsliðsæfingu í gær.
Osman á landsliðsæfingu í gær.
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hefur staðfest að þeir Raheem Sterling og Leon Osman verða báðir í byrjunarliði Englands gegn Svíþjóð í kvöld. Þetta verður fyrsti byrjunarliðsleikur beggja en mikill aldursmunur er á þeim.

Osman er 31 árs en Sterling er 17 ára. Svona mikill aldursmunur hefur ekki verið á nýliðum í enska landsliðinu síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

"Þetta er sérstakt með Leon. Hann hefur lengi spilað vel en menn hafa litið fram hjá honum. Hann er ein af hetjum enska boltans sem fær ekki það lof sem hann á skilið. Það er kominn tími á að gefa honum ævintýri," sagði Hodgson um þennan leikmann Everton.

Byrjunarlið Englands:

Hart (Manchester City), Johnson (Liverpool), Cahill (Chelsea), Caulker (Tottenham), Baines (Everton), Gerrard (Liverpool), Cleverley (Manchester United), Osman (Everton), Sterling (Liverpool), Welbeck (Manchester United), Young (Manchester United).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×