Ögmundur fyrir 8 árum: "Ráðherrar fari á skólabekk til að læra jafnréttislög" Hugrún Halldórsdóttir skrifar 1. september 2012 19:46 Formaður Jafnréttisráðs segir það meira en sérkennilegt að Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. Í nágrannalöndum hefði honum verið gert að segja af sér samdægurs. Kærunefnd Jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík. Niðurstaðan hefur valdið talsverðu fjaðrafoki og harma margir flokksfélagar brot ráðherrans. „Við hljótum alltaf að taka svona niðurstöðum alvarlega, þetta er ákveðið áfall," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Sjálfur var Ögmundur harðorður fyrir um átta árum í garð þáverandi dómsmálaráðherra þegar sá gerðist brotlegur við þessi sömu lög. „Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislög. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstivirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu." Innanríkisráðherra telur sig enn hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann skipaði í embættið og segir Þórhildur Þorleifsdóttir formaður jafnréttisráðs það meira en sérkennilegt að ráðherra og yfirmaður dómsvalds í landinu finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. „Það er nokkuð sem almennum borgunum líðst ekki. Enda væru þá lög til lítils en hann virðist álíta að eitthvað annað gild um hann og hann geti réttlætt lögbrot af því að honum finnist eitthvað annað." Þórhildur segist vona að viðbrögð Ögmundar við niðurstöðunni hafi ekki verið mjög ígrunduð og að hann taki að minnsta kosti það til baka að hans huglæga mat og samviska standi ofar lögum. Finnst þér að hann eigi að segja af sér? „Það er ekki nokkur vafi að ef þetta hefði gerst í Bretlandi, Norðurlöndunum eða Þýskalandi. Þá hefði hann þurft að segja af sér samdægurs. Dagur hefði ekki verið að kvöldi kominn þegar afsögn hefði verið komin. En það er bara tómt mál um að tala á Íslandi," segir Þórhildur. Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Formaður Jafnréttisráðs segir það meira en sérkennilegt að Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. Í nágrannalöndum hefði honum verið gert að segja af sér samdægurs. Kærunefnd Jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík. Niðurstaðan hefur valdið talsverðu fjaðrafoki og harma margir flokksfélagar brot ráðherrans. „Við hljótum alltaf að taka svona niðurstöðum alvarlega, þetta er ákveðið áfall," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Sjálfur var Ögmundur harðorður fyrir um átta árum í garð þáverandi dómsmálaráðherra þegar sá gerðist brotlegur við þessi sömu lög. „Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislög. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstivirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu." Innanríkisráðherra telur sig enn hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann skipaði í embættið og segir Þórhildur Þorleifsdóttir formaður jafnréttisráðs það meira en sérkennilegt að ráðherra og yfirmaður dómsvalds í landinu finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. „Það er nokkuð sem almennum borgunum líðst ekki. Enda væru þá lög til lítils en hann virðist álíta að eitthvað annað gild um hann og hann geti réttlætt lögbrot af því að honum finnist eitthvað annað." Þórhildur segist vona að viðbrögð Ögmundar við niðurstöðunni hafi ekki verið mjög ígrunduð og að hann taki að minnsta kosti það til baka að hans huglæga mat og samviska standi ofar lögum. Finnst þér að hann eigi að segja af sér? „Það er ekki nokkur vafi að ef þetta hefði gerst í Bretlandi, Norðurlöndunum eða Þýskalandi. Þá hefði hann þurft að segja af sér samdægurs. Dagur hefði ekki verið að kvöldi kominn þegar afsögn hefði verið komin. En það er bara tómt mál um að tala á Íslandi," segir Þórhildur.
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira