Ögmundur fyrir 8 árum: "Ráðherrar fari á skólabekk til að læra jafnréttislög" Hugrún Halldórsdóttir skrifar 1. september 2012 19:46 Formaður Jafnréttisráðs segir það meira en sérkennilegt að Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. Í nágrannalöndum hefði honum verið gert að segja af sér samdægurs. Kærunefnd Jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík. Niðurstaðan hefur valdið talsverðu fjaðrafoki og harma margir flokksfélagar brot ráðherrans. „Við hljótum alltaf að taka svona niðurstöðum alvarlega, þetta er ákveðið áfall," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Sjálfur var Ögmundur harðorður fyrir um átta árum í garð þáverandi dómsmálaráðherra þegar sá gerðist brotlegur við þessi sömu lög. „Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislög. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstivirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu." Innanríkisráðherra telur sig enn hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann skipaði í embættið og segir Þórhildur Þorleifsdóttir formaður jafnréttisráðs það meira en sérkennilegt að ráðherra og yfirmaður dómsvalds í landinu finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. „Það er nokkuð sem almennum borgunum líðst ekki. Enda væru þá lög til lítils en hann virðist álíta að eitthvað annað gild um hann og hann geti réttlætt lögbrot af því að honum finnist eitthvað annað." Þórhildur segist vona að viðbrögð Ögmundar við niðurstöðunni hafi ekki verið mjög ígrunduð og að hann taki að minnsta kosti það til baka að hans huglæga mat og samviska standi ofar lögum. Finnst þér að hann eigi að segja af sér? „Það er ekki nokkur vafi að ef þetta hefði gerst í Bretlandi, Norðurlöndunum eða Þýskalandi. Þá hefði hann þurft að segja af sér samdægurs. Dagur hefði ekki verið að kvöldi kominn þegar afsögn hefði verið komin. En það er bara tómt mál um að tala á Íslandi," segir Þórhildur. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Formaður Jafnréttisráðs segir það meira en sérkennilegt að Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. Í nágrannalöndum hefði honum verið gert að segja af sér samdægurs. Kærunefnd Jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík. Niðurstaðan hefur valdið talsverðu fjaðrafoki og harma margir flokksfélagar brot ráðherrans. „Við hljótum alltaf að taka svona niðurstöðum alvarlega, þetta er ákveðið áfall," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Sjálfur var Ögmundur harðorður fyrir um átta árum í garð þáverandi dómsmálaráðherra þegar sá gerðist brotlegur við þessi sömu lög. „Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislög. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstivirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu." Innanríkisráðherra telur sig enn hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann skipaði í embættið og segir Þórhildur Þorleifsdóttir formaður jafnréttisráðs það meira en sérkennilegt að ráðherra og yfirmaður dómsvalds í landinu finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. „Það er nokkuð sem almennum borgunum líðst ekki. Enda væru þá lög til lítils en hann virðist álíta að eitthvað annað gild um hann og hann geti réttlætt lögbrot af því að honum finnist eitthvað annað." Þórhildur segist vona að viðbrögð Ögmundar við niðurstöðunni hafi ekki verið mjög ígrunduð og að hann taki að minnsta kosti það til baka að hans huglæga mat og samviska standi ofar lögum. Finnst þér að hann eigi að segja af sér? „Það er ekki nokkur vafi að ef þetta hefði gerst í Bretlandi, Norðurlöndunum eða Þýskalandi. Þá hefði hann þurft að segja af sér samdægurs. Dagur hefði ekki verið að kvöldi kominn þegar afsögn hefði verið komin. En það er bara tómt mál um að tala á Íslandi," segir Þórhildur.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira