Fjórðungur kennara hefur ekki trú á skóla án aðgreiningar Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. september 2012 18:30 Fjórðungur íslenskra grunnskólakennara hefur ekki trú á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, en aðeins 42 prósent eru jákvæð gagnvart henni samkvæmt nýrri könnun meðal kennara. Þá telja 77 prósent kennara að álag í kennslu hafi aukist mjög mikið á undanförnum fimm árum. Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara stóðu sameiginlega að nýrri könnun meðal íslenskra grunnskólakennara. Af fjögur þúsund kennurum bárust svör frá 2616. Svör kennara benda til þess að álag í starfi kennara hafi aukist mikið á undanförnum fimm árum. Rúmlega 77 prósent svarenda sögðu álagið hafa aukist frekar eða mjög mikið á þessu tímabili, 18 prósent töldu álagið svipað en einungis 0,7 prósent töldu álagið hafa minnkað frekar eða mjög mikið. Laun kennara hafa hins vegar ekki hækkað í takt við aukið álag. Það sem vekur einna mesta athygli við niðurstöður könnunarinnar er afstaða grunnskólakennara til skóla án áðgreiningar, en framkvæmd þessarar stefnu birtist í því að börn með sérþarfir sækja sinn heimaskóla og sitja í bekk með jafnöldrum sínum sem ekki þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Aðeins 42 prósent kennara voru jákvæðir eða mjög jákvæðir gegnvart stefnunni og 26 prósent kennara, eða rúmlega fjórðungur, voru neikvæðir eða mjög neikvæðir. 32,6 prósent töldu það hafa gengið vel að fylgja stefnunni en tæplega 30 prósent töldu það hafa gengið illa eða mjög illa. Þessar niðurstöður ríma ágætla við niðurstöður úr meistararitgerð Albertu Tulinius við menntavísindavsvið HÍ um stuðning við kennara. Nðurstöður rannsóknar hennar á árunum 2008-2010 benda til þess að í skóla án aðgreiningar séu gerðar miklar kröfur til kennara um árangursríka kennslu en að sama skapi fá þeir ekki nægan stuðning meðal annars vegna fjárskorts en einnig vegna slaks aðgengis að námsefni. Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í raun ávöxtur kenninga um félagslegt réttlæti. Og á að búa einstaklinga með sérþarfir betur undir frekari menntun og þáttöku í samfélaginu, fremur en þeir séu eingöngu að umgangast aðra sem glíma sem við sömu vandamál. Þessar niðurstöður veita hins vegar vísbendingar um að innleiðing stefnunnar hafi ekki heppnast nægilega vel í skólakerfinu eða að mikið starf sé óunnið við að ljúka innleiðingu hennar svo vel takist til. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira
Fjórðungur íslenskra grunnskólakennara hefur ekki trú á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, en aðeins 42 prósent eru jákvæð gagnvart henni samkvæmt nýrri könnun meðal kennara. Þá telja 77 prósent kennara að álag í kennslu hafi aukist mjög mikið á undanförnum fimm árum. Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara stóðu sameiginlega að nýrri könnun meðal íslenskra grunnskólakennara. Af fjögur þúsund kennurum bárust svör frá 2616. Svör kennara benda til þess að álag í starfi kennara hafi aukist mikið á undanförnum fimm árum. Rúmlega 77 prósent svarenda sögðu álagið hafa aukist frekar eða mjög mikið á þessu tímabili, 18 prósent töldu álagið svipað en einungis 0,7 prósent töldu álagið hafa minnkað frekar eða mjög mikið. Laun kennara hafa hins vegar ekki hækkað í takt við aukið álag. Það sem vekur einna mesta athygli við niðurstöður könnunarinnar er afstaða grunnskólakennara til skóla án áðgreiningar, en framkvæmd þessarar stefnu birtist í því að börn með sérþarfir sækja sinn heimaskóla og sitja í bekk með jafnöldrum sínum sem ekki þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Aðeins 42 prósent kennara voru jákvæðir eða mjög jákvæðir gegnvart stefnunni og 26 prósent kennara, eða rúmlega fjórðungur, voru neikvæðir eða mjög neikvæðir. 32,6 prósent töldu það hafa gengið vel að fylgja stefnunni en tæplega 30 prósent töldu það hafa gengið illa eða mjög illa. Þessar niðurstöður ríma ágætla við niðurstöður úr meistararitgerð Albertu Tulinius við menntavísindavsvið HÍ um stuðning við kennara. Nðurstöður rannsóknar hennar á árunum 2008-2010 benda til þess að í skóla án aðgreiningar séu gerðar miklar kröfur til kennara um árangursríka kennslu en að sama skapi fá þeir ekki nægan stuðning meðal annars vegna fjárskorts en einnig vegna slaks aðgengis að námsefni. Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í raun ávöxtur kenninga um félagslegt réttlæti. Og á að búa einstaklinga með sérþarfir betur undir frekari menntun og þáttöku í samfélaginu, fremur en þeir séu eingöngu að umgangast aðra sem glíma sem við sömu vandamál. Þessar niðurstöður veita hins vegar vísbendingar um að innleiðing stefnunnar hafi ekki heppnast nægilega vel í skólakerfinu eða að mikið starf sé óunnið við að ljúka innleiðingu hennar svo vel takist til. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira