Innlent

Um sex þúsund leirdúfur liggja

Þar sem fagmennirnir skjóta er nú óreyndum óhætt á meðan á Dúfnaveislu stendur.
Þar sem fagmennirnir skjóta er nú óreyndum óhætt á meðan á Dúfnaveislu stendur.
Nú stendur yfir hin svokallaða Dúfnaveisla en hún býður meðal annars upp á það að menn án byssuleyfis geti gert sér ferð á næsta leirdúfnavöll og fengið að skjóta á leirdúfu undir handleiðslu reyndra manna.

Það eru Skotveiðifélag Íslands, Umhverfisstofnun og ýmis skotfélög á landinu sem standa fyrir veislunni. Samfara þessu hefur sérstöku dúfnatali verið ýtt úr vör en það er vefslóð þar sem hægt er að sjá földa þeirra dúfna sem skotnar hafa verið. Í gær voru þær farnar að nálgast sjötta þúsundið en veislan hófst þann 1. júlí og stendur út ágúst. Leirdúfuvelli má finna víðast hvar á landinu.- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×