Innlent

Réðst á mann í Bankastræti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maður var handtekinn í Bankastræt um hálffjögurleytið i nótt, grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu. Árásarþola ekið á slysadeild til aðhlynningar. Ekki hafa fengist upplýsingar frá lögreglu um það hvort sá hafi verið alvarlega slasaður.

Þá var maður handtekinn í Hafnarfirði um þrjúleytið í nótt, grunaður um eignaspjöll og fleira. Hann var mjög ölvaður og því vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.

Þá tók lögreglan tvo menn í nótt, sem grunaðir eru um ölvun við akstur. Annar var tekinn á Grettisgötu, en hinn á Bústaðarvegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×