Innlent

Fær ekki bætur fyrir varðhaldsvist

Maðurinn þótti ekki samvinnufús við rannsókn málsins.
Maðurinn þótti ekki samvinnufús við rannsókn málsins. Fréttablaðið/stefán
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af bótakröfu íslensks atvinnurekanda sem sat í gæsluvarðhaldi um þriggja vikna skeið haustið 2009 grunaður um aðild að mansalsmáli. Maðurinn var ákærður í málinu en fundinn sýkn saka.

Málið hófst þegar ung litháísk stúlka kom til landsins í gríðarlegu uppnámi og var færð til yfirheyrslu í kjölfarið.

Að endingu voru fimm litháískir menn dæmdir í fimm ára fangelsi hver fyrir að hafa flutt stúlkuna nauðuga til landsins og ætlað henni að vinna hér gegn vilja sínum.

Íslendingurinn var fljótlega handtekinn vegna málsins, þegar í ljós kom að hann hafði átt í miklum samskiptum við Litháana í kringum komu stúlkunnar. Maðurinn neitaði hins vegar alltaf sök og þegar hann var loks sýknaður fór hann í skaðabótamál vegna varðhaldsvistarinnar og atvinnumissisins og krafðist sautján milljóna í bætur.

Dómurinn kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að framburður mannsins hafi alla tíð verið mjög misvísandi um tengsl hans við Litháana og vitneskju um málið. Hann hafi þannig stuðlað að því að honum yrði haldið í gæsluvarðhaldi og varðhaldstíminn hafi því ekki verið óhóflega langur. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×