Innlent

Gæðaeftirlitsmenn skoða verkferla

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tók við ISO 9001-vottuninni á fimmtudag fyrir hönd bæjarins.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tók við ISO 9001-vottuninni á fimmtudag fyrir hönd bæjarins. Fréttablaðið/Vilhelm
„Embættismenn Kópavogsbæjar hafa lagt ómælda vinnu við það undanfarin fjögur ár að endurskoða og skrá niður alla vinnuferla innan stjórnsýslusviðs sem snerta til dæmis vistun skjala, innheimtu, innkaup, fjárhagsáætlunargerð, upplýsingagjöf og mannaráðningar,“ segir Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar.

Hún segir verkferlana stranga og meðal annars hafi utanaðkomandi gæðaeftirlitsmenn og úttektaraðilar úr röðum starfsmanna farið reglubundið yfir þá.

Með vottuninni vilja embættismenn bæjarins tryggja að allir þeir sem þurfa á þjónustu stjórnsýslunnar að halda sitji við sama borð og allir geti sótt sér upplýsingar um þær 85 verklagsreglur sem starfsmönnum stjórnsýslusviðs ber að fara eftir.

Kópavogsbær hefur fyrst íslenskra sveitarfélaga hlotið alþjóðlega vottun (ISO 9001) fyrir gæðakerfi stjórnsýslusviðs. Unnið hefur verið að innleiðingu gæðakerfisins síðustu misseri. Markmiðið er að tryggja góða og skilvirka þjónustu, gagnsæja stjórnsýslu, aukið öryggi og bætt eftirlit með kostnaði. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×