Óttast um skólabörn vegna bensínstöðvar 26. október 2012 06:30 ÓB við Kirkjustétt Á aðalfundi Íbúasamtaka Grafarholts í vor heyrðust raddir um að öryggi barna og unglinga í Ingunnarskóla kynni að vera í hættu vegna nálægðarinnar við bensínstöð ÓB.Fréttablaðið/Stefán Áhyggjur eru meðal íbúa í Grafarholti vegna staðsetningar bensínstöðvar ÓB við hlið Ingunnarskóla. „Íbúarnir telja að ef slys eða óhapp yrði sé bensínstöðin of nálægt skólanum," segir Berghildur E. Bernharðsdóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarholts. Hún kveður þessar raddir hafa komið fram á aðalfundi íbúasamtakanna sem haldinn var í Ingunnarskóla í vor. Að tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkur 19. september að óska eftir því að skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð borgarinnar skoðuðu möguleika á breyttri staðsetningu bensínstöðvar ÓB við Kirkjustétt í samráði við eiganda stöðvarinnar. Stöðin, sem reist var árið 2005, er skammt frá félagsmiðstöðinni Fókus og frístundaheimilinu Stjörnulandi auk Ingunnarskóla. „Árum saman hafa foreldrar barna í Ingunnarskóla gert athugasemdir við staðsetningu stöðvarinnar svo nærri fjölmennasta skóla hverfisins og meðal annars kvartað yfir því að í ákveðnum vindáttum berist bensínfnykur inn í skólahúsnæðið," sagði í tillögunni sem einnig fól í sér ósk um gerð lögfræðilegs álits á því hvort staðsetning stöðvarinnar samræmist reglum, meðal annars um fjarlægð milli bensínstöðvar og bygginga þar sem fólk dvelur um lengri tíma. „Það stendur ekki til af okkar hálfu að flytja stöðina og við höfum ekki fengið neinar formlegar athugasemdir frá aðstandendum barna eða til þess bærum yfirvöldum um okkar starfsemi. ÓB stöðin er einfaldlega á þeim stað þar sem henni var fyrir mörgum árum úthlutað samþykktri lóð á samþykktu deiliskipulagi," segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs ÓB. Færanlegar skólastofur sem hefur verið komið fyrir við Ingunnarskóla eru nálægt lóðamörkunum. „Maður veltir þá fyrir sér hvort þessar skólastofur eru komnar inn á skipulag og hvort þær verði þarna til framtíðar," segir Jón. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla, segir ÓB vissulega óþægilega nálægt en skólinn sjálfur hafi ekki gert athugasemdir við staðsetningu bensínstöðvarinnar. „Þetta hefur ekki komið inn á borð skólans," segir Guðlaug. Samkvæmt skipulagssviði borgarinnar eru öll tilskilin leyfi fyrir hendi vegna ÓB við Kirkjustétt. Málið verði tekið fyrir af skipulagsráði fljótlega. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Áhyggjur eru meðal íbúa í Grafarholti vegna staðsetningar bensínstöðvar ÓB við hlið Ingunnarskóla. „Íbúarnir telja að ef slys eða óhapp yrði sé bensínstöðin of nálægt skólanum," segir Berghildur E. Bernharðsdóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarholts. Hún kveður þessar raddir hafa komið fram á aðalfundi íbúasamtakanna sem haldinn var í Ingunnarskóla í vor. Að tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkur 19. september að óska eftir því að skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð borgarinnar skoðuðu möguleika á breyttri staðsetningu bensínstöðvar ÓB við Kirkjustétt í samráði við eiganda stöðvarinnar. Stöðin, sem reist var árið 2005, er skammt frá félagsmiðstöðinni Fókus og frístundaheimilinu Stjörnulandi auk Ingunnarskóla. „Árum saman hafa foreldrar barna í Ingunnarskóla gert athugasemdir við staðsetningu stöðvarinnar svo nærri fjölmennasta skóla hverfisins og meðal annars kvartað yfir því að í ákveðnum vindáttum berist bensínfnykur inn í skólahúsnæðið," sagði í tillögunni sem einnig fól í sér ósk um gerð lögfræðilegs álits á því hvort staðsetning stöðvarinnar samræmist reglum, meðal annars um fjarlægð milli bensínstöðvar og bygginga þar sem fólk dvelur um lengri tíma. „Það stendur ekki til af okkar hálfu að flytja stöðina og við höfum ekki fengið neinar formlegar athugasemdir frá aðstandendum barna eða til þess bærum yfirvöldum um okkar starfsemi. ÓB stöðin er einfaldlega á þeim stað þar sem henni var fyrir mörgum árum úthlutað samþykktri lóð á samþykktu deiliskipulagi," segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs ÓB. Færanlegar skólastofur sem hefur verið komið fyrir við Ingunnarskóla eru nálægt lóðamörkunum. „Maður veltir þá fyrir sér hvort þessar skólastofur eru komnar inn á skipulag og hvort þær verði þarna til framtíðar," segir Jón. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla, segir ÓB vissulega óþægilega nálægt en skólinn sjálfur hafi ekki gert athugasemdir við staðsetningu bensínstöðvarinnar. „Þetta hefur ekki komið inn á borð skólans," segir Guðlaug. Samkvæmt skipulagssviði borgarinnar eru öll tilskilin leyfi fyrir hendi vegna ÓB við Kirkjustétt. Málið verði tekið fyrir af skipulagsráði fljótlega. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira