Ásgeir snýr aftur í tónlist til að fækka spjöldunum 19. mars 2012 11:00 Útrás í rokkinu Fótboltamaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson fær útrás í rokkinu sem hefur jákvæð áhrif á frammistöðu hans á vellinum.Fréttablaðið/Valli Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fótboltamaður hjá Fylki, hefur gengið í raðir rokksveitarinnar Mercy Buckets eftir tveggja ára hlé frá tónlist. Hann var áður söngvari þungarokksveitarinnar Shogun en sagði skilið við sveitina árið 2010 til að geta betur einbeitt sér að fótboltaferlinum. „Þungarokk er góð útrás og ég hef alltaf þarfnast mikillar útrásar. Mér fannst erfitt að hafa ekki rokkið, ég fúnkeraði einfaldlega ekki nógu vel og þess vegna ákvað ég að byrja aftur í tónlistinni,“ útskýrir Ásgeir Börkur, en Mercy Buckets tók nýverið þátt í hljómsveitakeppninni Global Battle of The Bands. Aðspurður segir Ásgeir Börkur að hljómsveitaræfingarnar bitni ekki á fótboltanum heldur hafi þvert í mót góð áhrif á frammistöðu hans á vellinum. „Ef maður fer yfir spjaldasögu mína þá voru spjöldin nokkuð mörg sumarið 2010 þegar ég var hættur í Shogun. Þannig þetta helst alveg í hendur. Ég held það sé ekki spurning að spjöldin verða færri núna í sumar fyrst ég er komin aftur í rokkið, svo er maður líka alltaf að þroskast.“ Ásgeir Börkur framlengdi nýverið samning sinn við Fylki og mun leika með liðinu næstu tvö árin. Hann viðurkennir þó að drauminn sé að komast út í atvinnumennsku. „Það hefur verið draumurinn frá því maður var lítill strákur og ef það gerist þá yrði ég að segja skilið við hljómsveitina. Nema þeir komi bara með mér út?“ Að sögn Ásgeirs Barkar æfa meðlimir Mercy Buckets ekki sérstaklega stíft og hafa fram að þessu einungis spilað á tvennum tónleikum; afmælistónleikum á Bar 11 og í Global Battle of The Bands. „Við erum heldur rólegir og æfum sjaldan, við erum meira í því að hafa gaman af þessu. En ætli við reynum ekki að æfa gott prógramm fyrir sumarið þannig við séum þéttir og góðir þannig að við getum spilað á tónleikum ef okkur býðst til þess.“ sara@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fótboltamaður hjá Fylki, hefur gengið í raðir rokksveitarinnar Mercy Buckets eftir tveggja ára hlé frá tónlist. Hann var áður söngvari þungarokksveitarinnar Shogun en sagði skilið við sveitina árið 2010 til að geta betur einbeitt sér að fótboltaferlinum. „Þungarokk er góð útrás og ég hef alltaf þarfnast mikillar útrásar. Mér fannst erfitt að hafa ekki rokkið, ég fúnkeraði einfaldlega ekki nógu vel og þess vegna ákvað ég að byrja aftur í tónlistinni,“ útskýrir Ásgeir Börkur, en Mercy Buckets tók nýverið þátt í hljómsveitakeppninni Global Battle of The Bands. Aðspurður segir Ásgeir Börkur að hljómsveitaræfingarnar bitni ekki á fótboltanum heldur hafi þvert í mót góð áhrif á frammistöðu hans á vellinum. „Ef maður fer yfir spjaldasögu mína þá voru spjöldin nokkuð mörg sumarið 2010 þegar ég var hættur í Shogun. Þannig þetta helst alveg í hendur. Ég held það sé ekki spurning að spjöldin verða færri núna í sumar fyrst ég er komin aftur í rokkið, svo er maður líka alltaf að þroskast.“ Ásgeir Börkur framlengdi nýverið samning sinn við Fylki og mun leika með liðinu næstu tvö árin. Hann viðurkennir þó að drauminn sé að komast út í atvinnumennsku. „Það hefur verið draumurinn frá því maður var lítill strákur og ef það gerist þá yrði ég að segja skilið við hljómsveitina. Nema þeir komi bara með mér út?“ Að sögn Ásgeirs Barkar æfa meðlimir Mercy Buckets ekki sérstaklega stíft og hafa fram að þessu einungis spilað á tvennum tónleikum; afmælistónleikum á Bar 11 og í Global Battle of The Bands. „Við erum heldur rólegir og æfum sjaldan, við erum meira í því að hafa gaman af þessu. En ætli við reynum ekki að æfa gott prógramm fyrir sumarið þannig við séum þéttir og góðir þannig að við getum spilað á tónleikum ef okkur býðst til þess.“ sara@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira