Innlent

Myndband við framlag Bretlands í Eurovision opinberað

Myndband við lagið Love Will Set You Free, sem er framlag Bretlands í Eurovision í ár, hefur verið opinberað. Það er Engelbert Humperdinck sem flytur lagið.

Myndbandið var frumsýnt á heimasíðu BBC fyrr í dag.

Humperdinck, sem er 75 ára gamall, vonast til að snúa slæmu gengi Bretlands í keppninni. Strákahljómsveitin Blue voru fulltrúar Bretlands í fyrra en þeir lentu í 11. sæti. Þá lenti Josh Dubovie í síðasta sæti árið 2010.

Það voru Grammy-verðlaunahafarnir Martin Terefe og Ivor Novello sem sömdu lagið. Þeir sömdu einnig smellinn You're Beautiful sem James Blunt flutti eftirminnilega.

Humperdinck er afar ánægður með Love Will Set You Free. „Því oftar sem maður hlustar á það, því betra verður það," sagði Humperdinck.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×