Lýsti eftirköstum sjálfsvígs móður sinnar - upplifði þöggun 19. mars 2012 21:29 Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifaði áhrifaríka grein á Vísi í dag. Þar lýsir hún kúnstinni að syrgja ástvin. „Ég var búin að ganga lengi með þessa grein í maganum," segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, sem skrifaði áhrifaríka grein á Vísi í dag þar sem hún lýsir eftirköstum sjálfsvígs móður sinnar. Anna Sigríður segir að það hafi ekki verið fyrr en maður kom til hennar þremur árum eftir sjálfsvígið sem hún áttaði sig á því að hún þyrfti að minnast lífsins, en ekki dauðans. „Ég hef oft hugsað um það, að við ættum að fókusera á lífið," segir Anna Sigríður og bætir við að hún hafi fundið fyrir því, eftir fráfall móður sinnar, hversu óþægilegt það er fyrir aðstandendur að nálgast fólk í svona mikilli sorg. „Það þarf ekki endlega að vera fólk sem fellur fyrir eigin hendi, heldur einnig þegar ungt fólk deyr eða manneskja deyr skyndilega," segir Anna Sigríður. Móðir hennar, hún Sjöfn Sölvadóttir, tók sitt eigið líf fyrir sex árum síðan. Þá var Anna Sigríður 31 árs gömul og gengin fimm mánuði með sitt fyrsta barn. Áfallið var hræðilegt. „Það var svo skyndilegt," lýsir Anna. Sjöfn átti þá í harðvítugri baráttu við þunglyndi, áfengisdrykkju og lyfjafíkn. Það var í desember árið 2006 sem hún svipti sig lífi. Eftirleikurinn var erfiður. Anna segir að móðir sín hafi í raun horfið. „Það var skyndilega eins og hún hefði aldrei verið til. Fólk forðaðist að tala um andlátið eins og heitan eldinn," segir Anna og bætir við: „Þetta var eins og einhverskonar þöggun. Allavega eins og ég upplifði það." Við tók flókið og viðkvæmt sorgarferli hjá Önnu. Hún átti í góðu sambandi við móður sína, sem ætlaði að vera viðstödd fæðingu sonar hennar, hans Fróða. „Það var erfiðasti kaflinn, að verða sjálf móðir í fyrsta sinn, og hafa ekki mömmu hjá sér," segir Anna. Á einu bretti missti hún baklandið sitt. Nú þurfti hún að standa á eigin fótum. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar sem allt breyttist. Og þó breytingin hafi verið gríðarlega stór í hjarta Önnu, þá lét augnablikið lítið fyrir sér fara. Þannig lýsir Anna því sjálf: „Ég var stödd á öldurhúsi með vinkonu minni á uppeldisstað mömmu og til okkar kom einn öðlingur bæjarins, heilsar okkur hress í bragði, víkur sér að vinkonu minni og segir: „Ég var vinur mömmu hennar, hún var frábær kona." Það var hið átakalausa í þessar fallegu kveðju sem sló Önnu. Hún áttaði sig á því að hún skyldi minnast móður sinnar fyrir lífið, ekki dauðann. Það er óhætt að segja að grein Önnu Sigríðar hafi vakið athygli. Yfir tvö þúsund lesendur Vísis hafa dreift henni á Facebook. „Ég hef verið að fá ótrúlega sterk viðbrögð. Meðal annars pósta og símtöl og kveðjur á Facebook." Anna segist vonast til þess að greinin hjálpi þeim sem þurfa að takast á við eftirköst sjálfsvígs og skyndilegra fráfalla. „Ég vona greinin hreyfi við fleirum og geti hjálpað," segir Anna að lokum. Hér fyrir neðan má lesa greinina. Tengdar fréttir Munið þið hana mömmu mína Sumt má helst ekki tala um. Einhverra hluta vegna virðist fólk sem velur að taka líf sitt falla í þann flokk. Eins og mamma mín. Það virðist líka vera þannig að fólk sem velur þessa leið séu þau einu sem dæmd verða af dauða sínum fremur en lífi. Ég get sagt ykkur það að mamma mín var ekki bara konan sem á endanum valdi sjálf að deyja. Hún var kona átti sína gleði og sínar sorgir, kona sem átti sína góðu tíma og kona sem háði sínar baráttur, rétt eins og við öll sem göngum um á þessari jörð. Ég vil að hennar verði minnst fyrir lífið sem hún átti en ekki dauðann sem hún valdi og það sama á við um alla þá sem valið hafa þessa leið. 19. mars 2012 09:32 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
„Ég var búin að ganga lengi með þessa grein í maganum," segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, sem skrifaði áhrifaríka grein á Vísi í dag þar sem hún lýsir eftirköstum sjálfsvígs móður sinnar. Anna Sigríður segir að það hafi ekki verið fyrr en maður kom til hennar þremur árum eftir sjálfsvígið sem hún áttaði sig á því að hún þyrfti að minnast lífsins, en ekki dauðans. „Ég hef oft hugsað um það, að við ættum að fókusera á lífið," segir Anna Sigríður og bætir við að hún hafi fundið fyrir því, eftir fráfall móður sinnar, hversu óþægilegt það er fyrir aðstandendur að nálgast fólk í svona mikilli sorg. „Það þarf ekki endlega að vera fólk sem fellur fyrir eigin hendi, heldur einnig þegar ungt fólk deyr eða manneskja deyr skyndilega," segir Anna Sigríður. Móðir hennar, hún Sjöfn Sölvadóttir, tók sitt eigið líf fyrir sex árum síðan. Þá var Anna Sigríður 31 árs gömul og gengin fimm mánuði með sitt fyrsta barn. Áfallið var hræðilegt. „Það var svo skyndilegt," lýsir Anna. Sjöfn átti þá í harðvítugri baráttu við þunglyndi, áfengisdrykkju og lyfjafíkn. Það var í desember árið 2006 sem hún svipti sig lífi. Eftirleikurinn var erfiður. Anna segir að móðir sín hafi í raun horfið. „Það var skyndilega eins og hún hefði aldrei verið til. Fólk forðaðist að tala um andlátið eins og heitan eldinn," segir Anna og bætir við: „Þetta var eins og einhverskonar þöggun. Allavega eins og ég upplifði það." Við tók flókið og viðkvæmt sorgarferli hjá Önnu. Hún átti í góðu sambandi við móður sína, sem ætlaði að vera viðstödd fæðingu sonar hennar, hans Fróða. „Það var erfiðasti kaflinn, að verða sjálf móðir í fyrsta sinn, og hafa ekki mömmu hjá sér," segir Anna. Á einu bretti missti hún baklandið sitt. Nú þurfti hún að standa á eigin fótum. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar sem allt breyttist. Og þó breytingin hafi verið gríðarlega stór í hjarta Önnu, þá lét augnablikið lítið fyrir sér fara. Þannig lýsir Anna því sjálf: „Ég var stödd á öldurhúsi með vinkonu minni á uppeldisstað mömmu og til okkar kom einn öðlingur bæjarins, heilsar okkur hress í bragði, víkur sér að vinkonu minni og segir: „Ég var vinur mömmu hennar, hún var frábær kona." Það var hið átakalausa í þessar fallegu kveðju sem sló Önnu. Hún áttaði sig á því að hún skyldi minnast móður sinnar fyrir lífið, ekki dauðann. Það er óhætt að segja að grein Önnu Sigríðar hafi vakið athygli. Yfir tvö þúsund lesendur Vísis hafa dreift henni á Facebook. „Ég hef verið að fá ótrúlega sterk viðbrögð. Meðal annars pósta og símtöl og kveðjur á Facebook." Anna segist vonast til þess að greinin hjálpi þeim sem þurfa að takast á við eftirköst sjálfsvígs og skyndilegra fráfalla. „Ég vona greinin hreyfi við fleirum og geti hjálpað," segir Anna að lokum. Hér fyrir neðan má lesa greinina.
Tengdar fréttir Munið þið hana mömmu mína Sumt má helst ekki tala um. Einhverra hluta vegna virðist fólk sem velur að taka líf sitt falla í þann flokk. Eins og mamma mín. Það virðist líka vera þannig að fólk sem velur þessa leið séu þau einu sem dæmd verða af dauða sínum fremur en lífi. Ég get sagt ykkur það að mamma mín var ekki bara konan sem á endanum valdi sjálf að deyja. Hún var kona átti sína gleði og sínar sorgir, kona sem átti sína góðu tíma og kona sem háði sínar baráttur, rétt eins og við öll sem göngum um á þessari jörð. Ég vil að hennar verði minnst fyrir lífið sem hún átti en ekki dauðann sem hún valdi og það sama á við um alla þá sem valið hafa þessa leið. 19. mars 2012 09:32 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Munið þið hana mömmu mína Sumt má helst ekki tala um. Einhverra hluta vegna virðist fólk sem velur að taka líf sitt falla í þann flokk. Eins og mamma mín. Það virðist líka vera þannig að fólk sem velur þessa leið séu þau einu sem dæmd verða af dauða sínum fremur en lífi. Ég get sagt ykkur það að mamma mín var ekki bara konan sem á endanum valdi sjálf að deyja. Hún var kona átti sína gleði og sínar sorgir, kona sem átti sína góðu tíma og kona sem háði sínar baráttur, rétt eins og við öll sem göngum um á þessari jörð. Ég vil að hennar verði minnst fyrir lífið sem hún átti en ekki dauðann sem hún valdi og það sama á við um alla þá sem valið hafa þessa leið. 19. mars 2012 09:32