Skoða heiminn og gefa af sér 14. ágúst 2012 20:30 Sjálfboðaliðar Seeds. Mynd/Vilhelm Á næstu vikum munu hópar ungra Íslendinga hverfa til ólíkra svæða í Evrópu, þar sem þeir munu taka þátt í samfélagsverkefnum á vegum sjálfboðaliðasamtakanna Seeds. Samtökin urðu til árið 2005 og höfðu það að aðalmarkmiði að taka á móti erlendum sjálfboðaliðum sem komu til Íslands og unnu ólík störf. Þetta er enn kjarnastarfsemi þeirra, en að undanförnu hefur það færst verulega í vöxt að íslenskir sjálfboðaliðar bjóði sig fram til verkefna erlendis. „Við erum með margar ólíkar tegundir af verkefnum í gangi, fyrir fólk á öllum aldri og víðs vegar um heim. En ungmennaskipti innan Evrópu, sem eru styrkt af Evrópusambandinu í gegnum verkefnið "Youth in action", hafa notið mikilla vinsælda," útskýrir Oscar Uscategui hjá Seeds. „Þetta eru verkefni fyrir fólk á aldrinum átján til þrjátíu ára. Þátttakendur fá styrk sem stendur yfirleitt undir sjötíu til hundrað prósentum af ferðakostnaði þeirra, svo þetta er góður valkostur fyrir þá sem vilja ferðast en hafa ekki mikil fjárráð." Á staðnum fá sjálfboðaliðar jafnframt fæði og húsnæði gegn vinnuframlagi sínu.Í dag rennur út umsóknarfrestur til að sækja um að taka þátt í verkefni í palermo á Sikiley. Þessi mynd var tekin fyrr í sumar þegar sjálfboðaliðar á vegum Seeds komu saman í Palerno og unnu að verkefnum tengdum fjölmenningu, mannréttindum og menntun.Unnur Silfá Eyfells starfar við hlið Óskars hjá Seeds, en hún hefur sjálf farið til Póllands sem sjálfboðaliði þar sem hún vann við dýraverndunarverkefni og tók þátt í fjáröflun fyrir dýraathvarf. „Ég lærði mjög mikið af þessu og sá heiminn í nýju ljósi. Satt að segja leið mér aldrei eins og ég væri að vinna, því þetta var svo skemmtilegt. Á kvöldin og í frístund um kynntum við lönd okkar og menningu fyrir hvert öðru. Þetta var mjög gefandi." Verkefnin sem nú standa til boða eru af margvíslegum toga. Í verkefninu "We are brothers, we are the future", í Palermo á Ítalíu munu þátttakendur búa til myndbönd og annað kynningarefni um réttindi ungs fólks í Evrópu. Í Valga-héraði í Eistlandi eru í boði verkefni sem snúa að dýravernd. Í Banská ?tiavnica í Slóvakíu verður þema verkefnisins "Change 4 Life", en þar er í forgrunni heilbrigður lífsstíll og hvernig hugur, líkami og umhverfi tvinnast saman í daglegu lífi. Að lokum má nefna leiklistarverkefnið "To be or not to be", en þátttakendur í því safnast saman í bænum Gießübel í Þýskalandi. Þar verður lögð áhersla á að skoða hvernig megi nota leiklist til að brúa bil á milli menningarheima. Hægt er að sækja um og fræðast frekar um verkefnin sem í boði eru á vefsíðunni seeds.is. Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira
Á næstu vikum munu hópar ungra Íslendinga hverfa til ólíkra svæða í Evrópu, þar sem þeir munu taka þátt í samfélagsverkefnum á vegum sjálfboðaliðasamtakanna Seeds. Samtökin urðu til árið 2005 og höfðu það að aðalmarkmiði að taka á móti erlendum sjálfboðaliðum sem komu til Íslands og unnu ólík störf. Þetta er enn kjarnastarfsemi þeirra, en að undanförnu hefur það færst verulega í vöxt að íslenskir sjálfboðaliðar bjóði sig fram til verkefna erlendis. „Við erum með margar ólíkar tegundir af verkefnum í gangi, fyrir fólk á öllum aldri og víðs vegar um heim. En ungmennaskipti innan Evrópu, sem eru styrkt af Evrópusambandinu í gegnum verkefnið "Youth in action", hafa notið mikilla vinsælda," útskýrir Oscar Uscategui hjá Seeds. „Þetta eru verkefni fyrir fólk á aldrinum átján til þrjátíu ára. Þátttakendur fá styrk sem stendur yfirleitt undir sjötíu til hundrað prósentum af ferðakostnaði þeirra, svo þetta er góður valkostur fyrir þá sem vilja ferðast en hafa ekki mikil fjárráð." Á staðnum fá sjálfboðaliðar jafnframt fæði og húsnæði gegn vinnuframlagi sínu.Í dag rennur út umsóknarfrestur til að sækja um að taka þátt í verkefni í palermo á Sikiley. Þessi mynd var tekin fyrr í sumar þegar sjálfboðaliðar á vegum Seeds komu saman í Palerno og unnu að verkefnum tengdum fjölmenningu, mannréttindum og menntun.Unnur Silfá Eyfells starfar við hlið Óskars hjá Seeds, en hún hefur sjálf farið til Póllands sem sjálfboðaliði þar sem hún vann við dýraverndunarverkefni og tók þátt í fjáröflun fyrir dýraathvarf. „Ég lærði mjög mikið af þessu og sá heiminn í nýju ljósi. Satt að segja leið mér aldrei eins og ég væri að vinna, því þetta var svo skemmtilegt. Á kvöldin og í frístund um kynntum við lönd okkar og menningu fyrir hvert öðru. Þetta var mjög gefandi." Verkefnin sem nú standa til boða eru af margvíslegum toga. Í verkefninu "We are brothers, we are the future", í Palermo á Ítalíu munu þátttakendur búa til myndbönd og annað kynningarefni um réttindi ungs fólks í Evrópu. Í Valga-héraði í Eistlandi eru í boði verkefni sem snúa að dýravernd. Í Banská ?tiavnica í Slóvakíu verður þema verkefnisins "Change 4 Life", en þar er í forgrunni heilbrigður lífsstíll og hvernig hugur, líkami og umhverfi tvinnast saman í daglegu lífi. Að lokum má nefna leiklistarverkefnið "To be or not to be", en þátttakendur í því safnast saman í bænum Gießübel í Þýskalandi. Þar verður lögð áhersla á að skoða hvernig megi nota leiklist til að brúa bil á milli menningarheima. Hægt er að sækja um og fræðast frekar um verkefnin sem í boði eru á vefsíðunni seeds.is.
Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira