Rósarstríðinu er ekki lokið kolbeinn@frettabladid.is skrifar 24. nóvember 2012 10:00 Skrifstofan Lögmaður Rósarinnar hefur farið fram á öll gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun um að afmá félaga af kjörskrá.fréttablaðið/vilhelm Lögmaður Jafnaðarmannafélagsins Rósarinnar hefur óskað eftir fundargerðum kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Reykjavík. Félagið er ósátt við þá ákvörðun að 350 nýir félagar í Rósinni hefðu ekki fengið að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fór um síðustu helgi. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir að óskað hafi verið eftir fundargerðunum á mánudag. Engin viðbrögð hafi borist við beiðninni en hann telur að Rósin eigi rétt á að fá gögnin. „Ef maður ætlar að skoða réttarstöðu einhvers þá þarf maður allavega að hafa þau gögn sem þá réttarstöðu snerta." Stefán Benediktsson, formaður kjörstjórnar, vildi ekki staðfesta að beiðni um fundargerðirnar hefði borist. Fréttablaðið hefur undir höndum afrit af þeirri beiðni þar sem óskað er eftir „öllum gögnum sem lágu til grundvallar" ákvörðuninni um að afmá fólkið af kjörskrá. Spurður út í beiðni Rósarinnar segir Stefán: „Ég get ekki svarað því fyrr en ég er búinn að afhenda svar okkar í kjörstjórninni." Birgir Dýrfjörð, formaður Rósarinnar, segir ekki búið að ákveða hver næstu skref verða. „Málið er að ég vil fá að vita hvað gerðist. Við fáum ekki að vita hverjir kærðu. Nú eru mjög strangar reglur um að kjörstjórn eigi að halda fundargerðarbók og annað, en maður bíður bara eftir svari um hvað gerðist." Forsaga málsins er sú að félagatal Rósarinnar fór inn á kjörskrá og félagar, nýskráðir sem aðrir, fengu sendar upplýsingar um prófkjörið. Nöfn þeirra voru á kjörskrám sem frambjóðendum voru afhentar. Eftir ábendingar um að einhverjir þeirra könnuðust ekki við að hafa skráð sig í félagið ákvað kjörstjórn að kalla eftir staðfestingu á skráningunum. Erindi um það barst Rósinni klukkan 21.18 á miðvikudag með skilafresti til klukkan 13 daginn eftir. Birgir segist fráleitt að halda því fram að Rósin hafi ekki getað skilað inn staðfestingunum. „Ég vil ekki liggja undir því að við höfum ekki getað gert þetta og þess vegna hafi okkur verið hent út. Við fengum bara aldrei tækifæri til þess. Það er enginn vandi að tapa í keppni, ef þú ert til dæmis að hlaupa í hlaupakeppni og allir hlaupa jafn langt. En ef einhver fer að stytta sér leið, einhver fer að hafa rangt við, þá unir maður ekki úrslitum." Fréttir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Lögmaður Jafnaðarmannafélagsins Rósarinnar hefur óskað eftir fundargerðum kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Reykjavík. Félagið er ósátt við þá ákvörðun að 350 nýir félagar í Rósinni hefðu ekki fengið að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fór um síðustu helgi. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir að óskað hafi verið eftir fundargerðunum á mánudag. Engin viðbrögð hafi borist við beiðninni en hann telur að Rósin eigi rétt á að fá gögnin. „Ef maður ætlar að skoða réttarstöðu einhvers þá þarf maður allavega að hafa þau gögn sem þá réttarstöðu snerta." Stefán Benediktsson, formaður kjörstjórnar, vildi ekki staðfesta að beiðni um fundargerðirnar hefði borist. Fréttablaðið hefur undir höndum afrit af þeirri beiðni þar sem óskað er eftir „öllum gögnum sem lágu til grundvallar" ákvörðuninni um að afmá fólkið af kjörskrá. Spurður út í beiðni Rósarinnar segir Stefán: „Ég get ekki svarað því fyrr en ég er búinn að afhenda svar okkar í kjörstjórninni." Birgir Dýrfjörð, formaður Rósarinnar, segir ekki búið að ákveða hver næstu skref verða. „Málið er að ég vil fá að vita hvað gerðist. Við fáum ekki að vita hverjir kærðu. Nú eru mjög strangar reglur um að kjörstjórn eigi að halda fundargerðarbók og annað, en maður bíður bara eftir svari um hvað gerðist." Forsaga málsins er sú að félagatal Rósarinnar fór inn á kjörskrá og félagar, nýskráðir sem aðrir, fengu sendar upplýsingar um prófkjörið. Nöfn þeirra voru á kjörskrám sem frambjóðendum voru afhentar. Eftir ábendingar um að einhverjir þeirra könnuðust ekki við að hafa skráð sig í félagið ákvað kjörstjórn að kalla eftir staðfestingu á skráningunum. Erindi um það barst Rósinni klukkan 21.18 á miðvikudag með skilafresti til klukkan 13 daginn eftir. Birgir segist fráleitt að halda því fram að Rósin hafi ekki getað skilað inn staðfestingunum. „Ég vil ekki liggja undir því að við höfum ekki getað gert þetta og þess vegna hafi okkur verið hent út. Við fengum bara aldrei tækifæri til þess. Það er enginn vandi að tapa í keppni, ef þú ert til dæmis að hlaupa í hlaupakeppni og allir hlaupa jafn langt. En ef einhver fer að stytta sér leið, einhver fer að hafa rangt við, þá unir maður ekki úrslitum."
Fréttir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira