Innlent

Kæra ógildingu framboðs Ástþórs

BBI skrifar
Fimm kjósendur hafa tekið sig saman og kært þá ákvörðun Innanríkisráðuneytisins að ógilda forsetaframboð Ástþórs Magnússonar. Kæran hefur borist til Hæstaréttar og Umboðsmanns Alþingis.

Kærendur telja m.a. engar haldbærar sannanir fyrir því að fjöldi undirskrifta á meðmælendalistum Ástþórs séu falsaðar.

Þá telja þeir að Yfirkjörstjórn hafi brotið gegn málshraðareglu stjórnsýslulaganna með því að neita að vinna úr listunum þegar þeir bárust fyrst þann 21. apríl.

Einnig telja þeir að ekki geti samrýmst stjórnarskrá eða sé í anda lýðræðis, jafnréttis og meðalhófsreglu að útiloka einn frambjóðanda með þeim hætti gert hefur verið.

„Við teljum að forsetakosningar 2012 með ofangreindri forsögu og án okkar frambjóðanda sé brot á lögum og stjórnarskrá. Verði gengið til þessara kosninga og brotið á okkur og okkar frambjóðanda með þessum hætti sé það brot á mannréttindum og forsetakjörið þar með ógilt," segja kærendurnir að lokum.

Þeir hafa stofnað facebook-síðuna Betri kosningar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×