Pressustríð: Reynir vill afsökunarbeiðni 15. mars 2012 11:44 Ritstjórar DV kunna illa við að vera bendlaðir við kynferðisbrotamál. Steingrímur Sævarr ritstýrir Pressunni. „Lögmaður hefur haft samband við þá og búið er að fara fram á afsökunarbeiðni," segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en hann hefur krafið fréttavefinn Pressuna um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega, en greinin birtist hér á Vísi í morgun. Það sem fer fyrir brjóstið á ritstjóra DV er fyrirsögn Pressunnar: „Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál" - Viðeigandi og réttlátt? Hæstaréttarlögmaður spyr" Fyrirsögnin, það er að segja fyrri hluti hennar, er tilvitnun í grein Vilhjálms þar sem hann gagnrýnir DV fyrir að skapa óeðlileg hughrif með forsíðum sínum. Þannig skrifar Vilhjálmur: „Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál." Aðspurður um grein Vilhjálms svarar Reynir því til að hann geri engar sérstakar athugasemdir við hana. „Villi má gagnrýna okkur eins og hann vill. Hann má auðvitað hafa sína skoðun," segir Reynir og bætir við: „En ég get ómögulega tekið á mig kynferðisbrotamál eins og Pressan leggur málið upp." Reynir segir Pressuna taka tilvitnun úr greininni úr öllu samhengi og stilla henni með meiðandi hætti upp. Þá bendir Reynir á að í fyrstu útgáfu fréttarinnar, hafi fyrirsögnin verið öðruvísi, þar hafi verið fullyrt að ritstjórarnir væru til rannsóknar vegna kynferðisbrots. Því var svo breytt á vefnum. „En ég á skjáskot af þessu," segir Reynir sem krefur Pressuna um afsökunarbeiðni í gegnum lögmann sinn. Sjálfur á hann ekki í samskiptum við miðilinn. Spurður hvort Reynir ætli sér að stefna miðlinu fyrir meiðyrði fái hann ekki afsökunarbeiðni, segir Reynir að það þurfi svo bara að skoða það.Hér má lesa grein Pressunnar. Tengdar fréttir Fréttir DV Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. 15. mars 2012 06:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Lögmaður hefur haft samband við þá og búið er að fara fram á afsökunarbeiðni," segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en hann hefur krafið fréttavefinn Pressuna um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega, en greinin birtist hér á Vísi í morgun. Það sem fer fyrir brjóstið á ritstjóra DV er fyrirsögn Pressunnar: „Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál" - Viðeigandi og réttlátt? Hæstaréttarlögmaður spyr" Fyrirsögnin, það er að segja fyrri hluti hennar, er tilvitnun í grein Vilhjálms þar sem hann gagnrýnir DV fyrir að skapa óeðlileg hughrif með forsíðum sínum. Þannig skrifar Vilhjálmur: „Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál." Aðspurður um grein Vilhjálms svarar Reynir því til að hann geri engar sérstakar athugasemdir við hana. „Villi má gagnrýna okkur eins og hann vill. Hann má auðvitað hafa sína skoðun," segir Reynir og bætir við: „En ég get ómögulega tekið á mig kynferðisbrotamál eins og Pressan leggur málið upp." Reynir segir Pressuna taka tilvitnun úr greininni úr öllu samhengi og stilla henni með meiðandi hætti upp. Þá bendir Reynir á að í fyrstu útgáfu fréttarinnar, hafi fyrirsögnin verið öðruvísi, þar hafi verið fullyrt að ritstjórarnir væru til rannsóknar vegna kynferðisbrots. Því var svo breytt á vefnum. „En ég á skjáskot af þessu," segir Reynir sem krefur Pressuna um afsökunarbeiðni í gegnum lögmann sinn. Sjálfur á hann ekki í samskiptum við miðilinn. Spurður hvort Reynir ætli sér að stefna miðlinu fyrir meiðyrði fái hann ekki afsökunarbeiðni, segir Reynir að það þurfi svo bara að skoða það.Hér má lesa grein Pressunnar.
Tengdar fréttir Fréttir DV Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. 15. mars 2012 06:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fréttir DV Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. 15. mars 2012 06:00