Innlent

Það er glerbrot í gúrkusalatinu

Kaupás, í samráði við Matvæla- og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað 550 gr First Price agúrkusalat.

Um er að ræða vöru sem er best fyrir 1. júní 2014, lotunúmer á loki 1506112200 til og með 1506112400, strikanúmer 5701410341565.

Glerbrot fannst í þessari lotu og með hliðsjón af neytendavernd hefur varan því verið tekin úr sölu í verslunum Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals.

Viðskiptavinum sem hafa verslað vöruna í framangreindum verslunum er bent á að skila þeim í viðkomandi verslun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×