Innlent

Ekki í lífshættu eftir slys við heyskap

Stúlkan sem slasaðist alvarlega við heyskap fyrr í dag er ekki talin í lífshættu. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á Landspítala er stúlkan enn í aðgerð.

Talið er að stúlkan hafi orðið undir dráttarvél sem dró sláttuvél. Atvikið átti sér stað í Skagafirði.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti stúlkuna undir læknishendur á sjötta tímanum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×