Spjaldtölvuvæðing þingsins gæti sparað milljónir í prentkostnað Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júlí 2012 21:55 Spara mætti á þriðja tug milljóna króna árlega í prentunar- og pappírskostnað með því að láta alla þingmenn fá spjaldtölvur í stað þess að prenta út þingskjöl. Dæmi eru um slíkt frá þjóðþingum annarra ríkja. Árlegur pappírs- og prentkostnaður Alþingis nemur um 30 milljónum króna, en um er að ræða kostnað vegna prentunar og ljósritunar lagafrumvarpa, skýrslna og annarra þingskjala. Stjórnarráðið ber um helming þessarar fjárhæðar vegna prentunar stjórnarfrumvarpa. Þetta vekur upp spurningar um hvort ekki megi ná fram sparnaði í kostnaði með því til dæmis að láta alþingismenn fá spjaldtölvur. Kostnaðurinn við að láta allan þingheim fá nýjustu gerð af iPad nemur 5,6 milljónum króna. Ef allir varaþingmenn fengu slíka spjaldtölvu einnig yrði heildarkostnaðurinn 11,2 milljónir. Í maí síðastliðnum voru keyptar 650 iPad spjaldtölvur fyrir alla meðlimi breska þingsins. Þá fengu allir 790 meðlimir á þjóðþingi Indlands sérstaka kennslu í notkun spjaldtölva í fyrra til að draga úr pappírskostnaði. Spjaldtölvur hafa slegið í gegn meðal þingmanna í Bundestag, neðri deild þýska þjóðþingsins eins og kemur fram í þessari frétt Spiegel. Hollendingar hafa gengið enn lengra og beinlínis bannað þingmönnum að prenta út, en í október í fyrra skiptu meðlimir efri deildar hollenska þjóðþingsins alfarið út pennum og pappír fyrir iPad og var þeim kennt að nota sérstakt "app" eða smáforrit sem var sérstaklega hannað fyrir þingið. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í samtali við fréttastofu að þetta hefði verið kannað og niðurstaðan væri að þetta myndi aldrei koma í staðinn fyrir prentuð skjöl. Þá væri ljóst að hluti þingmanna myndi aldrei nota slík tæki. Því væri innleiðing spjaldtölva í sparnaðarskyni ekki á dagskrá í þinginu á næstunni. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Spara mætti á þriðja tug milljóna króna árlega í prentunar- og pappírskostnað með því að láta alla þingmenn fá spjaldtölvur í stað þess að prenta út þingskjöl. Dæmi eru um slíkt frá þjóðþingum annarra ríkja. Árlegur pappírs- og prentkostnaður Alþingis nemur um 30 milljónum króna, en um er að ræða kostnað vegna prentunar og ljósritunar lagafrumvarpa, skýrslna og annarra þingskjala. Stjórnarráðið ber um helming þessarar fjárhæðar vegna prentunar stjórnarfrumvarpa. Þetta vekur upp spurningar um hvort ekki megi ná fram sparnaði í kostnaði með því til dæmis að láta alþingismenn fá spjaldtölvur. Kostnaðurinn við að láta allan þingheim fá nýjustu gerð af iPad nemur 5,6 milljónum króna. Ef allir varaþingmenn fengu slíka spjaldtölvu einnig yrði heildarkostnaðurinn 11,2 milljónir. Í maí síðastliðnum voru keyptar 650 iPad spjaldtölvur fyrir alla meðlimi breska þingsins. Þá fengu allir 790 meðlimir á þjóðþingi Indlands sérstaka kennslu í notkun spjaldtölva í fyrra til að draga úr pappírskostnaði. Spjaldtölvur hafa slegið í gegn meðal þingmanna í Bundestag, neðri deild þýska þjóðþingsins eins og kemur fram í þessari frétt Spiegel. Hollendingar hafa gengið enn lengra og beinlínis bannað þingmönnum að prenta út, en í október í fyrra skiptu meðlimir efri deildar hollenska þjóðþingsins alfarið út pennum og pappír fyrir iPad og var þeim kennt að nota sérstakt "app" eða smáforrit sem var sérstaklega hannað fyrir þingið. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í samtali við fréttastofu að þetta hefði verið kannað og niðurstaðan væri að þetta myndi aldrei koma í staðinn fyrir prentuð skjöl. Þá væri ljóst að hluti þingmanna myndi aldrei nota slík tæki. Því væri innleiðing spjaldtölva í sparnaðarskyni ekki á dagskrá í þinginu á næstunni.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira