Innlent

Sekur um manndráp af gáleysi

Eyþór Darri lést í ágúst á síðasta ári sautján ára gamall eftir að bíll sem hann var farþegi í var ekið á húsvegg á mótum Geirsgötu og Mýrargötu.
Eyþór Darri lést í ágúst á síðasta ári sautján ára gamall eftir að bíll sem hann var farþegi í var ekið á húsvegg á mótum Geirsgötu og Mýrargötu.
Átján ára gamall piltur hefur verið fundinn sekur um manndráp af gáleysi. Hann varð Eyþóri Darra Róbertssyni að bana við ofsaakstur á gatnamótum Geirsgötu og Tryggvagötu í Reykjavík í fyrra.

DV greinir frá þessu.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Pilturinn hlaut sex mánaða fangelsisdóm. Refsingunni verður þó frestað haldi hann skilorði næstu tvö árin.

Honum var einnig gert að greiða foreldrum Eyþórs Darra sex milljónir í miskabætur. Þá var hann sviptur ökuréttindum í þrjú ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×