Innlent

Fundu öldumælisdufl við leit að hvítabirni

Áhöfn TF-LIF með duflið.
Áhöfn TF-LIF með duflið. mynd/Landhelgisgæslan
Leit Landhelgisgæslunnar að hvítabirni á norðurlandi hefur skilað óvæntum feng. Við leit á Ströndum fann áhöfn TF-LIF öldumælisdufl sem slitnað hafði upp fyrir nokkru.

Duflið hafði rekið frá Straumsnesi, fyrir Horn og inn á Strandir. Þyrlan lenti við duflið og var það tekið um borð.

Þá var flogið á Ísafjörð þar sem eldsneyti var tekið. Þyrlan lenti síðan í Reykjavík á sjötta tímanum.

Frá því að tilkynning barst um hvítabjörn við Vatnsnes hefur þyrla Landhelgisgæslunnar framkvæmt ítarlega leit á svæðinu. Leitin hefur þó ekki borið árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×