Ekki meirihluti fyrir fjárlagafrumvarpinu - Róbert ósáttur við gistináttaskattinn Höskuldur Kári Schram skrifar 28. nóvember 2012 12:11 Róbert Marshall er ósáttur við gistináttaskattinn. Róbert Marshall, þingmaður, mun ekki styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar nema fallið verði frá hækkun virðisaukaskatts á hótel og gistiheimili. Að óbreyttu hefur ríkisstjórnin því ekki meirihluta í málinu. Virðisaukaskattur á hótel og gistiheimili verður hækkaður úr 7 prósentum í 14 samkvæmt tillögu Katrínar Júlíusdóttur, fjármálaráðherra, sem kynnt var í gær en skatturinn átti upphaflega að hækka upp í 25,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa mótmælt þessari hækkun. Samtökin hafa lagt áherslu á að allar hækkanir á sköttum séu gerðar með að minnsta kosti 20 mánaða fyrirvara þar sem ferðaþjónustan er verðlögð og seld með löngum fyrirvara. Róbert Marshall, þingmaður, tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst ekki vera hægt að koma fram við atvinnulífið með þessum hætti. Það þarf meiri fyrirvara til þess að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Þau eru búin að auglýsa sín verð fyrir næstu vertíð, ef svo má segja, og með þessu ertu að skattleggja fyrirtækin ekki þann sem er að kaupa af þeim þjónustu," segir Róbert. Hann segist því ekki styðja fjárlögin ef ekki verði fallið frá þessari hækkun. „Ég er búinn að gera grein fyrir því, bæði innan þingflokks Samfylkingarinnar, og við aðstoðarmann fjármálaráðherra og formann efnahags- og skattanefndar að ég er mótfallinn þessu," segir hann. Róbert gekk úr þingflokki Samfylkingarinnar í október en hann ætlar bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð í næstu kosningum. Róbert sagðist þó áfram ætla að styðja ríkisstjórnina en formlega hefur hún ekki lengur meirihluta á Alþingi. Hún þarf því að reiða sig á stuðning hans eða annarra stjórnarandstöðuþingmanna til að afgreiða fjárlögin. Róbert segir að það hafi alltaf legið fyrir að hann væri á móti þessari hækkun. Hann hafi lýst yfir þeirri skoðun þegar hann var í þingflokki Samfylkingarinnar. Ekkert hafi breyst í millitíðinni. „Þetta þarf að gerast með öðrum hætti, með samtali og samráði og lengri fyrirvara þannig að menn geti gert ráð fyrir því þegar þeir kynna sína verðskrá," segir hann. Róbert segir að hægt sé að ná í þessa peninga með öðrum hætti. „Það er búið að benda á leiðir til að gera það með öðrum hætti t.d. með því að taka upp náttúrupassa sem að gæti skilað umtalsverðum fjármunum og náð vel upp í þá fjárhæð sem við erum að tala um hér," segir hann. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Róbert Marshall, þingmaður, mun ekki styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar nema fallið verði frá hækkun virðisaukaskatts á hótel og gistiheimili. Að óbreyttu hefur ríkisstjórnin því ekki meirihluta í málinu. Virðisaukaskattur á hótel og gistiheimili verður hækkaður úr 7 prósentum í 14 samkvæmt tillögu Katrínar Júlíusdóttur, fjármálaráðherra, sem kynnt var í gær en skatturinn átti upphaflega að hækka upp í 25,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa mótmælt þessari hækkun. Samtökin hafa lagt áherslu á að allar hækkanir á sköttum séu gerðar með að minnsta kosti 20 mánaða fyrirvara þar sem ferðaþjónustan er verðlögð og seld með löngum fyrirvara. Róbert Marshall, þingmaður, tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst ekki vera hægt að koma fram við atvinnulífið með þessum hætti. Það þarf meiri fyrirvara til þess að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Þau eru búin að auglýsa sín verð fyrir næstu vertíð, ef svo má segja, og með þessu ertu að skattleggja fyrirtækin ekki þann sem er að kaupa af þeim þjónustu," segir Róbert. Hann segist því ekki styðja fjárlögin ef ekki verði fallið frá þessari hækkun. „Ég er búinn að gera grein fyrir því, bæði innan þingflokks Samfylkingarinnar, og við aðstoðarmann fjármálaráðherra og formann efnahags- og skattanefndar að ég er mótfallinn þessu," segir hann. Róbert gekk úr þingflokki Samfylkingarinnar í október en hann ætlar bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð í næstu kosningum. Róbert sagðist þó áfram ætla að styðja ríkisstjórnina en formlega hefur hún ekki lengur meirihluta á Alþingi. Hún þarf því að reiða sig á stuðning hans eða annarra stjórnarandstöðuþingmanna til að afgreiða fjárlögin. Róbert segir að það hafi alltaf legið fyrir að hann væri á móti þessari hækkun. Hann hafi lýst yfir þeirri skoðun þegar hann var í þingflokki Samfylkingarinnar. Ekkert hafi breyst í millitíðinni. „Þetta þarf að gerast með öðrum hætti, með samtali og samráði og lengri fyrirvara þannig að menn geti gert ráð fyrir því þegar þeir kynna sína verðskrá," segir hann. Róbert segir að hægt sé að ná í þessa peninga með öðrum hætti. „Það er búið að benda á leiðir til að gera það með öðrum hætti t.d. með því að taka upp náttúrupassa sem að gæti skilað umtalsverðum fjármunum og náð vel upp í þá fjárhæð sem við erum að tala um hér," segir hann.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira