Ekki meirihluti fyrir fjárlagafrumvarpinu - Róbert ósáttur við gistináttaskattinn Höskuldur Kári Schram skrifar 28. nóvember 2012 12:11 Róbert Marshall er ósáttur við gistináttaskattinn. Róbert Marshall, þingmaður, mun ekki styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar nema fallið verði frá hækkun virðisaukaskatts á hótel og gistiheimili. Að óbreyttu hefur ríkisstjórnin því ekki meirihluta í málinu. Virðisaukaskattur á hótel og gistiheimili verður hækkaður úr 7 prósentum í 14 samkvæmt tillögu Katrínar Júlíusdóttur, fjármálaráðherra, sem kynnt var í gær en skatturinn átti upphaflega að hækka upp í 25,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa mótmælt þessari hækkun. Samtökin hafa lagt áherslu á að allar hækkanir á sköttum séu gerðar með að minnsta kosti 20 mánaða fyrirvara þar sem ferðaþjónustan er verðlögð og seld með löngum fyrirvara. Róbert Marshall, þingmaður, tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst ekki vera hægt að koma fram við atvinnulífið með þessum hætti. Það þarf meiri fyrirvara til þess að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Þau eru búin að auglýsa sín verð fyrir næstu vertíð, ef svo má segja, og með þessu ertu að skattleggja fyrirtækin ekki þann sem er að kaupa af þeim þjónustu," segir Róbert. Hann segist því ekki styðja fjárlögin ef ekki verði fallið frá þessari hækkun. „Ég er búinn að gera grein fyrir því, bæði innan þingflokks Samfylkingarinnar, og við aðstoðarmann fjármálaráðherra og formann efnahags- og skattanefndar að ég er mótfallinn þessu," segir hann. Róbert gekk úr þingflokki Samfylkingarinnar í október en hann ætlar bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð í næstu kosningum. Róbert sagðist þó áfram ætla að styðja ríkisstjórnina en formlega hefur hún ekki lengur meirihluta á Alþingi. Hún þarf því að reiða sig á stuðning hans eða annarra stjórnarandstöðuþingmanna til að afgreiða fjárlögin. Róbert segir að það hafi alltaf legið fyrir að hann væri á móti þessari hækkun. Hann hafi lýst yfir þeirri skoðun þegar hann var í þingflokki Samfylkingarinnar. Ekkert hafi breyst í millitíðinni. „Þetta þarf að gerast með öðrum hætti, með samtali og samráði og lengri fyrirvara þannig að menn geti gert ráð fyrir því þegar þeir kynna sína verðskrá," segir hann. Róbert segir að hægt sé að ná í þessa peninga með öðrum hætti. „Það er búið að benda á leiðir til að gera það með öðrum hætti t.d. með því að taka upp náttúrupassa sem að gæti skilað umtalsverðum fjármunum og náð vel upp í þá fjárhæð sem við erum að tala um hér," segir hann. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Róbert Marshall, þingmaður, mun ekki styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar nema fallið verði frá hækkun virðisaukaskatts á hótel og gistiheimili. Að óbreyttu hefur ríkisstjórnin því ekki meirihluta í málinu. Virðisaukaskattur á hótel og gistiheimili verður hækkaður úr 7 prósentum í 14 samkvæmt tillögu Katrínar Júlíusdóttur, fjármálaráðherra, sem kynnt var í gær en skatturinn átti upphaflega að hækka upp í 25,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa mótmælt þessari hækkun. Samtökin hafa lagt áherslu á að allar hækkanir á sköttum séu gerðar með að minnsta kosti 20 mánaða fyrirvara þar sem ferðaþjónustan er verðlögð og seld með löngum fyrirvara. Róbert Marshall, þingmaður, tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst ekki vera hægt að koma fram við atvinnulífið með þessum hætti. Það þarf meiri fyrirvara til þess að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Þau eru búin að auglýsa sín verð fyrir næstu vertíð, ef svo má segja, og með þessu ertu að skattleggja fyrirtækin ekki þann sem er að kaupa af þeim þjónustu," segir Róbert. Hann segist því ekki styðja fjárlögin ef ekki verði fallið frá þessari hækkun. „Ég er búinn að gera grein fyrir því, bæði innan þingflokks Samfylkingarinnar, og við aðstoðarmann fjármálaráðherra og formann efnahags- og skattanefndar að ég er mótfallinn þessu," segir hann. Róbert gekk úr þingflokki Samfylkingarinnar í október en hann ætlar bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð í næstu kosningum. Róbert sagðist þó áfram ætla að styðja ríkisstjórnina en formlega hefur hún ekki lengur meirihluta á Alþingi. Hún þarf því að reiða sig á stuðning hans eða annarra stjórnarandstöðuþingmanna til að afgreiða fjárlögin. Róbert segir að það hafi alltaf legið fyrir að hann væri á móti þessari hækkun. Hann hafi lýst yfir þeirri skoðun þegar hann var í þingflokki Samfylkingarinnar. Ekkert hafi breyst í millitíðinni. „Þetta þarf að gerast með öðrum hætti, með samtali og samráði og lengri fyrirvara þannig að menn geti gert ráð fyrir því þegar þeir kynna sína verðskrá," segir hann. Róbert segir að hægt sé að ná í þessa peninga með öðrum hætti. „Það er búið að benda á leiðir til að gera það með öðrum hætti t.d. með því að taka upp náttúrupassa sem að gæti skilað umtalsverðum fjármunum og náð vel upp í þá fjárhæð sem við erum að tala um hér," segir hann.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira